Fréttasafn

Styrkir til félagasamtaka

Auglýsing frá velferðarráðuneytinu

13. des. 2016

Velferðarráðuneytið hefur nýlega auglýst  eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins á sviði félagsmála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 9. janúar 2017.
Úthlutað verður eigi síðar en 28. febrúar 2017.

Sjá nánar Reglur um úthlutun styrkja og umsóknareyðublað inn á vefsíðu velferðaráðuneytisins.


Til baka