Fréttasafn

14.9.16 Skref að fullgildingu samnings Sameinuðuþjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins

14. sep. 2016

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af hálfu Íslands árið 2007. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra. Til að geta fullgilt samninginn þarf lagabreytingar svo að ákvæði samningsins séu að fullu í íslenskri löggjöf, m.a. lögum um þjónustu við fatlað fólk og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. 

Í gær, 13. september 2016, mælti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra  fyrir þingsályktunartillögu um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 

Nánari upplýsingar má finna m.a. á vef utanríkisráðuneytisins .

Til baka