Fréttasafn

19.9.16 Ráðgjafi óskast á Þekkingarmiðstöðina.

Ráðgjafi óskast á Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar

19. sep. 2016

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar leitar að öflugum liðsmanni/mönnum í ráðgjafateymi sitt. Um er að ræða eina 100% stöðu eða tvær 50% stöður.

Miðstöðin veitir ráðgjöf, upplýsingar og fræðslu sem nýtist hreyfihömluðu fólki sem og tengdum aðilum eins og aðstandendum, þjónustuaðilum, stofnunum, fyrirtækjum og erlendum aðilum.

Starfssvið:

• Söfnun og miðlun hagnýtra upplýsinga til hreyfihamlaðs fólks

• Ráðgjöf til viðskiptavina á staðnum

• Afgreiðsla fyrirspurna í síma, í tölvupósti og á netspjalli

• Textagerð og innsetning efnis á vefsíðu

• Mörg önnur skemmtileg verkefni

Hæfniskröfur:

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi

• Góð þjónustulund og færni í samskiptum 

• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði

• Góð almenn tölvukunnátta

• Góð íslensku- og enskukunnátta

• Æskilegt að hafa þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks

Hreyfihamlaðir einstaklingar eru hvattir til sækja um. Áhugasamir hafi samband við Arndísi Guðmundsdóttur forstöðumann í síma 5 500 111 eða með netpósti á arndis@thekkingarmidstod.is  Umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað á framangreint netfang. Umsóknarfrestur er til og með 2.október 2016. 

Til baka