Fréttasafn

12.9.16 Ólympíumót fatlaðra í fullum gangi

12. sep. 2016

Ólympíumót fatlaðra var sett 7. september s.l. Nú er keppnin í fullum gangi og hafa fjórir af fimm íslensku keppendanna keppt í hluta af sínum greinum. 

Helgi Sveinsson reið á vaðið og keppti í spjótkasti 10. september s.l. og lenti hann í 5. sæti og setti í leiðinni nýtt Ólympíumótsmet en lengsta kast hans var 53.96 m.

Thelma Björk Björnsdóttir tók í fyrsta sinn þátt í sundkeppni á Ólympíumóti laugardaginn 10. september þegar hún synti í undanrásum í 50 m skriðsundi. Thelma hafnaði í 19. sæti á tímanum 42.14 sek. Thelma keppti síðan 11. september í 100 m bringusundi og lenti í 11. sæti í undanrásum og komst ekki í úrslit.

Þorsteinn Halldórsson tók fyrstur íslendinga þátt í bogfimi á Ólympíumóti fatlaðra 10. september s.l. Þorsteinn fékk 599 stig og lenti í 31. sæti og komst ekki í 16 manna úrslit. Hann keppir því við sterkan atvinnumann í bogfimi í fyrstu umferð en sá hlaut annað sætið í röðun keppenda fyrir fyrstu umferð.

Jón Margeir Sverrisson keppti í 200 m skriðsundi í gær, 11. september og hafnði í fjórða sæti á tímanum 1.57.50 mín.

Til baka