Fréttasafn

Húsnæðisbætur í stað húsaleigubóta

Upplýsingar eru inn á www.husbot.is 

22. nóv. 2016

Vinnumálastofnun er búin að opna fyrir rafrænar umsóknir um almennar húsnæðisbætur sem koma í stað húsaleigubóta. Umsóknir eru í gegnum heimasíðuna www.husbot.is en þar er líka reiknivél til að reikna rétt til húsnæðisbóta eftir nýju reglunum. 

Til að sækja um húsnæðisbætur er smellt á mínar síður - Þar þarf svo að skrá sig inn með annaðhvort Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Eyðublöð á pappírsformi eru í vinnslu og verða vonandi tilbúin í byrjun næstu viku. 

Almennar húsnæðisbætur eru greiddar fyrir allt landið í gegnum Vinnumálastofnun en sérstaki húsnæðisstuðningurinn verður áfram á vegum sveitarfélaga.

 

Lög um húsnæðisbætur nr.75/2016 taka gildi 1.janúar 2017 

Til baka