Fréttasafn

Nýjar persónuverndarreglur taka gildi

12. jún. 2018

Nýjar persónuverndarreglur tóku gildi um alla Evrópu þann 25. maí 2018.   Tryggingastofnun leggur áherslu á að fylgja þeim kröfum sem nýjar reglur gera.


Í því sambandi hefur stofnunin sett  nýja persónuverndarstefnu  varðandi meðferð, vinnslu og varðveislu persónuverndarupplýsinga. 

Einnig hefur verið útbúin skrá yfir vinnslur Tryggingastofnunar vegna bótaflokka . þar sem fram kemur tilvísun til lagaákvæða, nauðsynleg öflun gagna bæði frá umsækjanda og þeim sem Tryggingastofnun aflar gagna frá, svo og hvaða reglulega eftirlit er viðhaft fyrir hvern bótaflokk. 

Á Mínum síðum Tryggingastofnunar má sjá hvaða upplýsingar stofnunin hefur um viðkomandi einstakling, þ.e. upplýsingar úr Þjóðskrá um búsetu og fjölskylduaðstæður, bankareikning, lista yfir greiðslutegundir ásamt þeim bréfum sem stofnunin hefur sent frá sér. Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Til baka