Fréttasafn

Ný reglugerð tekur gildi um eingreiðslur orlofsuppbóta og desemberuppbóta.

17. maí 2017

Fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um ein­greiðslur til líf­eyr­isþega árið 2017. Óskert or­lof­s­upp­bót ör­orku­líf­eyr­isþega sem greiðist í júlí verður 35.415. kr. og des­em­berupp­bót­in 53.123 kr. Sam­bæri­leg­ar upp­bæt­ur til elli­líf­eyr­isþega verða óskert­ar 34.500 kr. í júlí og 51.750 kr. í des­em­ber. Þetta kem­ur fram á vef vel­ferðarráðuneyt­is­ins. 

Þar seg­ir enn­frem­ur, að fjár­hæðir or­lofs- og des­em­berupp­bóta til líf­eyr­isþega séu birt­ar ár­lega með reglu­gerð og greiðslur fari fram 1. júlí og 1. des­em­ber ár hvert.

„Til þessa hafa regl­ur um út­reikn­ing og fjár­hæðir or­lofs- og des­em­berupp­bót­ar verið þær sömu fyr­ir ör­orku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­isþega og elli­líf­eyr­isþega. Vegna breyt­inga sem gerðar voru á bóta­kerfi elli­líf­eyr­isþega, m.a. með sam­ein­ingu bóta­flokka, sam­kvæmt lög­um sem tóku gildi um síðustu ára­mót var ekki leng­ur unnt að láta sömu regl­ur gilda um viðmið og út­reikn­inga. Eng­ar breyt­ing­ar verða hvað varðar or­lofs- og des­em­berupp­bæt­ur til ör­orku­líf­eyr­isþega, en með reglu­gerðinni sem hér fylg­ir er kveðið á um nýj­ar regl­ur og viðmið vegna út­reikn­inga á upp­bót­um til elli­líf­eyr­isþega,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Ein­greiðslur föst fjár­hæð

Tekið er fram, að með breyt­ing­unni verði ein­greiðslur elli­líf­eyr­isþega föst fjár­hæð og óháð því hvort viðkom­andi búi einn eða með öðrum. Gert sé ráð fyr­ir að fjár­hæð ein­greiðslunn­ar lækki um 2% vegna tekna elli­líf­eyr­isþega og verði án frí­tekju­marks. Ein­greiðslur til elli­líf­eyr­isþega verði sér­stak­ur bóta­flokk­ur og verður heild­ar­fjár­hæðin óskert 86.250 kr. á þessu ári sem greiðist í tvennu lagi, þ.e. 40% í júlí og 60% í des­em­ber.

Enn­frem­ur seg­ir, að ef tekju­for­send­ur breyt­ist hjá elli­líf­eyr­isþega eft­ir greiðslu or­lof­s­upp­bót­ar í júli sé leiðrétt fyr­ir því við greiðslu des­em­berupp­bót­ar­inn­ar til sam­ræm­is við það hvort um of- eða van­greiðslu er að ræða.

Til baka