02.12.15 Líf sem vert er að lifa
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra, í samvinnu við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi, stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni Lives Worth Living - Líf sem vert er að lifa 2. desember, 2015 kl. 17:00 í Silfurbergi í Hörpu í tilefni af alþjóðadegi fatlaðs fólks, sem er 3. desember, og 25 ára afmælis Americans with Disabilities Act (ADA).
Lives Worth Living - Líf sem vert er að lifa er frásögn af upplifunum, reynslu og baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks með fötlun í Bandaríkjunum.
Myndin sýnir ótrúlegt hugrekki og einurð þeirra sem helguðu sig mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Barátta þeirra leiddi til þess að lög voru sett í Bandaríkjunum (ADA) sem viðurkenndu og vörðu réttindi fólks með fötlun.
Samkvæmt Independent Lens segir heimildarmyndin frá einni mikilvægustu og þó minnst þekktu mannréttindabaráttu í sögu Bandaríkjanna.
Eftir myndina fara fram pallborðsumræður, undir stjórn Ingu Lindar Karlsdóttur, þar sem fulltrúar hagsmunaaðila ræða stöðu málefna fatlaðs fólks á Íslandi og hvaða skref er hægt að taka inn í framtíðina.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Léttar veitingar í boði.