Fréttasafn

04.11.15 Hækkun styrkja og uppbóta til hreyfihamlaðs fólks vegna bifreiðakaupa

4. nóv. 2015

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sett reglugerð sem kveður á um 20% hækkun uppbóta og styrkja til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiðakaupa. Gildistími reglugerðarinnar er afturvirkur frá 1. nóv. s.l. Uppbætur hækka úr 300.000 kr. í 360.000 kr. en uppbætur til þeirrra sem eru að kaupa bifreið í fyrsta sinn hækka úr 600.000 kr. í 720.000 kr. Styrkir vegna bifreiðakaupa hækka úr 1.200.000 kr. í 1.440.000 kr. Sjá nánar hér

Til baka