Fréttasafn

10.08.15  Josh Blue uppstandari á ráðstefnu á Grand Hótel 4. sept. 2015

10. ágú. 2015

Ráðstefnan "Sköpun skiptir sköpum" verður haldin 4. september 2015 á Grand Hótel, frá kl. 9.30 til 17.30. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Menning margbreytileikans. Virkjum þátttöku fatlaðs fólks í menningu og listum. 

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er hinn bandaríski Josh Blue sem flytur erindi um fötlunarhúmor. Hann er þekktur í heimalandi sínu fyrir uppistand, vann meðal annars uppistandskeppnina NBC Last Comic Standing 2006, sjá nánar á http://joshblue.com/

Það eru Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem bjóða til ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar veitir Hrefna K. Óskarsdóttir, verkefnisstjóri ÖBÍ, netfang hrefna@obi.is, sími 530 6705.

 Josh Blue mun einnig verða með uppistand í Háskólabíói þann 4. sept. kl. 20.00. Sjá nánar á midi.is


Til baka