Fréttasafn

27.05.15  Sumargötur 2015

Bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða

27. maí 2015

Líkt og undanfarin ár hefur Lauga­vegi frá Vatns­stíg og Skóla­vörðustíg frá Bergstaðastræti verið breytt í sum­ar­göt­ur auk þess sem Póst­hús­stræti er lokað frá Kirkju­stræti. Opnað verður aft­ur fyr­ir bílaum­ferð 15. sept­em­ber. Meðan á þessu stendur má finna tvenn bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á þessum slóðum. Annað stæðið er á Laugavegi við Vatnsstíg, þar sem lokunin byrjar. Stæðið er aðgengilegt frá Laugavegi og er vinstra megin við ökustefnu götunnar. Hitt stæðið er á Klapparstíg, alveg við gatnamót Klapparstígs og Laugavegs. Til að komast að því þarf að keyra upp Klapparstíginn og yfir Laugaveg. Stæðið er hægra megin við götuna.

 


Til baka