Fréttasafn

Markþjálfun

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir markþjálfi og Þekkingarmiðstöðin taka höndum saman og bjóða hreyfihömluðu fólki upp á ókeypis markþjálfun.

15. jan. 2015

Markþjálfun -  Vilt þú bæta eða breyta  einhverju í þínu lífi? Ef svo er þá er markþjálfun eitt það öflugasta sem völ er á til að ná tökum á því sem þig langar til að gera.
Markþjálfun byggir á reglubundnum samtölum þar sem markþjálfinn notar opnar spurningar og virka hlustun til að aðstoða einstaklinginn við að skerpa eigið hugsunarferli. Markþjálfinn hjálpar einstaklingum að finna áhugasvið sitt, setja sér markmið og uppgötva og efla styrkleika sína. Þjálfunin er sérsniðin út frá þörfum hvers og eins og fyllsta trúnaðar er gætt. Starfað er eftir ströngum siðareglum International Coach Federation (ICF). Frekari upplýsingar um markþjálfun er hægt að finna á markthjalfun.is

thisÞyri Ásta Hafsteinsdóttir markþjálfi og Þekkingarmiðstöðin taka höndum saman og bjóða hreyfihömluðu fólki upp á ókeypis markþjálfun.  Þetta er einstakt tækifæri þar sem tíminn kostar annars 10.000 kr. Eina skilyrðið er að vera skráður á póstlista Þekkingarmiðstöðvarinnar.
Boðið verður upp á einstaklingssamtöl í Þekkingarmiðstöðinni. Ef fólk á ekki heimangengt verður boðið upp á samtöl í gegnum síma eða á Skype. Áhugasamir hafi samband í síma 5500118. Skráning stendur yfir. 

Þekkingarmiðstöðin fékk Þyri Ástu til að koma og kynna markþjálfun fyrir starfsfólki sínu og öðru samstarfsfólki. Vel tókst til og erum við full tilhlökkunar að bjóða upp á þessa nýjung í starfi miðstöðvarinnar nú í febrúar og eitthvað fram á vor.


Til baka