Fréttasafn

TR hættir útgáfu umönnunarkorta og endurhæfingalífeyrisskírteinis  

24. sep. 2014

Tryggingastofnun Ríkisins (TR) hefur hætt útgáfu á umönnunarkortum og endurhæfingalífeyrisskírteinum af því að þær upplýsingar sem kortin höfðu eru nú orðnar rafrænar. Þar sem rafrænu kerfi var komið á er nægjanlegt að gefa upp kennitölu þegar fólk fer til læknis eða kaupir lyf og því ekki lengur þörf á að hafa skírteini eða kort meðferðis. TR hefur því hætt útgáfu kortanna/skírteinanna.

Fólk notaði þessi kort oft til að fá afslátt annars staðar heldur en eingöngu hjá læknum og við kaup á lyfjum, t.d. til að fá sundkort í sundlaugar í Reykjavík. Í slíkum tilfellum er hægt að sýna staðfestingarblað frá TR um að einstaklingurinn fái umönnunargreiðslur eða sé á endurhæfingalífeyri.
Nánari upplýsingar má finna í frétt TR um málið.

Til baka