Fréttasafn

NPA loksins lögfest

9. maí 2018

Lög sem varða réttinn til NPA voru samþykkt nýverið á Alþingi og munu taka gildi þann 1. október næstkomandi.

Engin ástæða er þó til að bíða eftir því að lögin taki gildi þann 1. október nk. til þess að gera nýja NPA samninga. Frá síðustu áramótum hafa legið ónotaðar um 140 milljónir króna í mótframlag frá ríkinu fyrir nýjum NPA samningum, sem ekki hafa verið gerðir. Sveitarfélög geta gengið frá nýjum NPA samningum strax og það er brýnt að gengið sé frá nýjum samningum fyrir kosningar til að tryggja að gerð þeirra dragist ekki á langinn eftir kosningar, stjórnarskipti eða sumarfrí.

Jafnframt er rétt að nefna að þó ríkið hafi tryggt mótframlag sem nemur 140 milljónum króna til nýrra NPA samninga, sem þýðir takmarkaðan fjölda samninga, þá hafa sveitarfélög fullt frelsi til þess að fjölga NPA samningum umfram það mótframlag sem berst frá ríkinu.

Ég vil hvetja öll sveitarfélög til að klára að gera þá NPA samninga sem fatlað fólk bíður eftir, óháð því hvort mótframlag ríkisins liggi fyrir á þessu ári eða því næsta. Þetta snýst um að veita fötluðu fólki sjálfstætt líf, fötluðu fólki sem hefur jafnvel beðið svo árum skiptir. Þetta snýst um mannréttindi.“

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, 
formaður NPA miðstöðvarinnar

Runar

Til baka