Fréttasafn
Námskeið í hjólastólafærni
18. nóvember 2017 kl. 13:45
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar halda hið sívinsæla námskeið í hjólastólafærni. Leiðbeinandi er Hákon Atli Bjarkason. Hann hefur kennt samskonar námskeið í Svíþjóð og var t.d. gestur okkar á sýningunni sem haldin var í Laugardalshöllinni, Hjálpartæki 2017.
Námskeiðið er fyrir alla þá sem nota handknúinn hjólastól og vilja bæta færni sína, læra nýja tækni og vera virkari á allan hátt.
Skráning á námskeiðið stendur yfir á radgjafi@thekkingarmidstod.is til og með miðvikudagsins 15. nóvember.