Fréttasafn

Kynning á TravAble appinu miðvikudaginn 7. febrúar

2. feb. 2018

Ósk Sigurðardóttir iðjuþjálfari og verkefnastjóri, frá Travable appinu, verður með kynningu á TravAble hérna í Þekkingarmiðstöðinni miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 16:30. Travable fékk m.a. Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands sem voru veitt um daginn.TravAble hlaut verðlaun í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir hönnun og þróun á smáforriti með upplýsingum um aðgengi.

Markmið TravAble er að bæta upplýsingar um aðgengi fyrir alla sem á þurfa að halda, hvar og hvernær sem er, með því að safna upplýsingum um þjónustu, afþreyingu og mannvirki og birta í smáforriti (appi)  í síma/spjaldtölvum. TravAble verður þjónustu-og leiðsöguapp, tengt korti, og hentar því hreyfihömluðum jafnt heima og að heiman. Áhersla er lögð á jákvæða nálgun, þ.e. að sýna einungis það sem er aðgengilegt hreyfihömluðum EKKI það sem er óaðgengilegt. 

Við hvetjum fólk til að mæta og kynnast TravAble miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 16:30 í Þekkingarmiðstöðinni.
Hérna má sjá viðburðinn.
TravAble_1517568293770

 

Til baka