Fréttasafn

Innleiðingu greiðsluþátttökukerfis frestað

17. jan. 2017

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta innleiðingu greiðsluþátttökukerfis fyrir heilbrigðisþjónustu til 1. maí næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem gildistökunni er frestað en nýja kerfið byggir á breytingum á lögum um sjúkratryggingar sem samþykktar voru á Alþingi 2. júní 2016. Núverandi fyrirkomulag greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu helst áfram óbreytt fram til 1. maí. Nánar má lesa um frestunina á vef ÖBÍ.  

Til baka