Fréttasafn

Hvað er NPA?

13. nóv. 2020

Npa_logoÞetta er spurning sem við þurfum oft að svara.

NPA stendur fyrir Notendastýrð persónuleg aðstoð. NPA er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvað aðstoð er veitt við, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Markmið NPA er að fatlað fólk getur lifað lífi sínu og haft sömu möguleika og ófatlað fólk. Einnig að þau hafi hámarks stjórn á því að móta sinn eigin lífsstíl.

NPA miðstöðin er í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi og síminn er 567 8270. Þau eru með opið 10-15 virka daga.

Þau eru líka með heimasíðuna www.npa.is  

Til baka