Fréttasafn

12.8.16 Sjálfstæð mannréttindastofnum

12. ágú. 2016

Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að lagafrumvarpi um sjálfstæða mannréttindastofnun. Samkvæmt frumvarpsdrögunum á hún að starfa undir Alþingi og er megin hlutverk hennar að efla og vernda mannréttindi á Íslandi eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum og alþjóðasamingum.

Stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunnar hefur verið lengi til umræðu, sérstaklega í tengslum við innleiðingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á hinum Norðurlöndunum eru starfræktar sérstakar mannréttindastofnanir í Danmörku, Noregi og Finnlandi. 

 

Til baka