Fréttasafn

7.9.16 Ólympíumót fatlaðra verður sett í Ríó í kvöld

7. sep. 2016

Ólympíumót fatlaðra, hefst á morgun í Ríó í Brasilíu og stendur til 18. september. Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson verður fánaberi Íslands á setningarhátíðinni. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að vera viðstaddur setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í dag. Fimm íslenskir keppendur taka þátt í leikunum að þessu sinni. Helgi Sveinsson, spjótkastari, keppir á föstudag, fyrstur úr íslenska hópnum. Jón Margeir, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, keppa öll í sundi og Þorsteinn Halldórsson keppir í bogfimi.

Forsetinn mun bjóða íslenska liðinu og fjölskyldum þeirra til móttöku og fylgjast með íslensku keppendunum. 


Til baka