Fréttasafn

Reglur um bifreiðamál rýmkaðar

Reglur um bifreiðamál hreyfihamlaðs fólks rýmkaðar

4. nóv. 2016

Samkvæmt reglugerð nr. 170/2009 um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða hafa hreyfihamlaðir einungis átt rétt á styrkjum og uppbótum vegna bifreiðakaupa og reksturs bifreiða ef þeir sjálfir hafa ökuréttindi eða einhver á heimilinu þar sem hinn fatlaði býr.

 Nú hafa reglur um bifreiðamál hreyfihamlaðs fólks verið rýmkaðar, það er að segja að hreyfihamlaður einstaklingur sem hefur ekki ökuréttindi en er með NPA getur sótt um styrk til bifreiðakaupa. Sjá nánar inn á velferðaráðuneyti.is

Til baka