Fréttasafn

29.2.16 Rafrænar umsóknir um meðlag hjá TR

29. feb. 2016

Umsóknir um meðlag frá Tryggingastofnun verða eingöngu rafrænar frá 1.mars 2016. Þá verður einungis hægt að skila umsóknum um meðlag, bráðabirgðameðlag og sérstakt framlag vegna náms af Mínum síðum. Þar með verður hætt að taka við þessum umsóknum á pappír. Innskráning á Mínar síður fer fram með Íslykli frá Þjóðskrá eða rafrænum skilríkjum.

Til baka