Fréttasafn

21.6.16 Íbúð til skammtímaleigu

MND félagið með nýja íbúð til skammtímaleigu

21. jún. 2016

MND félagið hefur til úthlutunar íbúð að Sléttuvegi 3 fyrir félagsmenn og aðra sem þurfa húsnæði í skamman tíma í Reykjavík. SEM samtökin eiga húsið en úthlutun verður í nánu samráði við tauga-og lungnalækningadeildir LSH. Íbúðin er vel búin fyrir hjólastólanotendur. Notkun íbúðar er hugsuð fyrir fólk sem þarf að leita sér lækninga í borginni en þarf ekki endilega að leggjast inn vegna rannsókna eða slíks. Maka og ættingja inniliggjandi sjúklinga. Fyrir fólk sem vegna breytinga á heimili sínu þarf að flytja að heiman á meða unnið er að breytingum þar. Ef íbúðin er laus er hún boðin hverjum sem er sem þarf gott aðgengi í stuttan tíma.
Til baka