Fréttasafn
21.9.16 Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur
Alþingi samþykkti einróma á sjöunda tímanum í gærkvöldi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Níu ár eru liðin frá því Ísland undirritaði samninginn. Markmið hans er að fatlað fólk njóti mannréttinda til fulls og jafns við aðra. Þingmenn fögnuðu því að Alþingi væri loks að fullgilda samninginn og töluðu um að þetta væri stór stund.