Fréttasafn

11.5.16 - Viðgerðarþjónusta SÍ - Ísafjörður og Egilsstaðir

11. maí 2016

Tvö fyrirtæki hafa bæst við þá aðila sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við um viðgerðir á hjálpartækjum. Annað fyrirtækið er Rafskaut á Ísafirði og hitt er Rafey á Egilsstöðum. Þau fyrirtæki sem SÍ hafði áður gert samning við eru Rafeyri á Akureyri, Glói í Vestmannaeyjum og Örninn í Reykjavík. Á vefsíðu SÍ má finna nánari upplýsingar um viðgerðaþjónustu og hvernig best er að bera sig að ef þörf er á að nýta hana.
Til baka