Fréttasafn

Gráu svæðin í velferðaþjónustunni

Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gefið út yfirlit

1. nóv. 2016

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nýlega gefið út yfirlit um gráu svæðin í velferðarþjónustunni.  Þar er leitast við að svara spurningum varðandi grá svæði út frá sjónarhorni þjónustukerfanna annars vegar og notandans hins vegar.

Hvað er átt við með grá svæði? Þegar rætt er um „grá svæði“ er átt við að notendur tiltekinnar velferðarþjónustu fái lakari úrlausn sinna mála en efni standa til vegna óskýrrar verka- og ábyrgðarskiptingar þeirra aðila sem veita þjónustuna. Fyrri hlutinn felst í ákveðinni rýni á þjónustukerfin en í þeim síðari er sjónum beint að einstökum notendahópum sem hafa verið tengdir við grá svæði. 

Vekjum athygli á umfjöllun um fatlað fólk á blaðsíðu 18 og 23 í yfirlitinu. Hægt er kynna sér Gráu svæðin í velferðaþjónustu á vefsíðu Sambands íslenskra sveitafélaga.
Til baka