Fréttasafn

07.7.16 Fatlað fólk, ný löggjöf - hvað finnst þér?

 01.07.16 

7. júl. 2016

Í febrúar 2014 skipaði félags- og húsnæðismálaráðherra starfshóp til þess að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Tilefni endurskoðunarinnar er meðal annars innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Starfshópurinn hefur nú unnið drög að tveimur frumvörpum, annars vegar til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sérstakar þjónustuþarfir, sem ætlað er að leysa núgildandi lög af hólmi, og hins vegar frumvarpi til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Starfshópurinn vill gefa almenningi, félagasamtökum og öðrum aðilum, sem láta sig málefnið varða, færi á að veita umsögn um fyrirliggjandi drög áður en endanlegum tillögum verður skilað til ráðherra í haust.

Umsagnarfrestur: Óskað er eftir að umsagnir og athugasemdir sendist á postur@vel.isfyrir 15. ágúst næstkomandi.


Til baka