Fréttasafn

03.10.16 Mat á samstarfsverkefni um NPA

Niðurstöður rannsóknar sem gerð var fyrir velferðarráðuneytið 

3. okt. 2016

Markmið rannsóknarinnar var að bera NPA saman við önnur þjónustuúrræði sem í boði eru fyrir fatlað fólk og leggja mat á það hvort NPA stuðli að sjálfstæðu lífi og almennri þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Einnig voru borin saman viðhorf NPA notenda og aðstandenda þeirra annars vegar og annarra þjónustunotenda og aðstandenda þeirra hins vegar, til þjónustunnar. Jafnframt voru kannaðar aðstæður og störf aðstoðarfólks NPA notenda. Að lokum var rannsókninni ætlað að veita svör við hver væri kostnaður og ábati af NPA í samanburði við önnur úrræði.

Samantekt á niðurstöðum rannsóknarinnar 

Kostnaðar- og ábatagreining Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands

Málþing um NPA og niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar og ræddar 2. nóvember næstkomandi en þá efnir Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð til málþings

(Upplýsingar fengnar af vef velferðráðuneytisins 03.10.2016). 

Til baka