Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

17. ágú. 2017 : Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2017

ÖBÍ óskar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna ÖBí 2017.

Verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir að tilnefningar til verðlaunanna verði sendar inn fyrir þann 15. september næstkomandi.

Verðlaunaflokkarnir eru þrír:

  • Einstaklingar
  • Fyrirtæki/stofnanir
  • Umfjöllun/kynningar

Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.


Lesa meira

21. júl. 2017 : Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar lokuð í viku

Þekkingarmiðstöð og Hjálpartækjaleiga Sjálfsbjargar er lokuð vikuna 24. 28. júlí. Við opnum aftur mánudaginn 31. júlí. Við minnum á að vefsíðan www.thekkingarmidstod.is er alltaf opin.  Lesa meira

13. júl. 2017 : Fjölskylduhús Sjálfsbjargar Reykholti

Fjölskylduhúsi Sjálfsbjargar stendur nú Sjálfsbjargarfélögum til boða að leigja  (sem hafa greitt félagsgjald til einhvers aðildarfélags Sjálfsbjargar á síðasta ári) sem og til erlendra hreyfihamlaðra einstaklinga sem þarfnast aðgengilegs orlofshúss á svæðinu. 

Lesa meira

17. maí 2017 : Ný reglugerð tekur gildi um eingreiðslur orlofsuppbóta og desemberuppbóta.

Fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um ein­greiðslur til líf­eyr­isþega árið 2017. Óskert or­lof­s­upp­bót ör­orku­líf­eyr­isþega sem greiðist í júlí verður 35.415. kr. og des­em­berupp­bót­in 53.123 kr. Sam­bæri­leg­ar upp­bæt­ur til elli­líf­eyr­isþega verða óskert­ar 34.500 kr. í júlí og 51.750 kr. í des­em­ber. Þetta kem­ur fram á vef vel­ferðarráðuneyt­is­ins. 

Þar seg­ir enn­frem­ur, að fjár­hæðir or­lofs- og des­em­berupp­bóta til líf­eyr­isþega séu birt­ar ár­lega með reglu­gerð og greiðslur fari fram 1. júlí og 1. des­em­ber ár hvert.

„Til þessa hafa regl­ur um út­reikn­ing og fjár­hæðir or­lofs- og des­em­berupp­bót­ar verið þær sömu fyr­ir ör­orku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­isþega og elli­líf­eyr­isþega. Vegna breyt­inga sem gerðar voru á bóta­kerfi elli­líf­eyr­isþega, m.a. með sam­ein­ingu bóta­flokka, sam­kvæmt lög­um sem tóku gildi um síðustu ára­mót var ekki leng­ur unnt að láta sömu regl­ur gilda um viðmið og út­reikn­inga. Eng­ar breyt­ing­ar verða hvað varðar or­lofs- og des­em­berupp­bæt­ur til ör­orku­líf­eyr­isþega, en með reglu­gerðinni sem hér fylg­ir er kveðið á um nýj­ar regl­ur og viðmið vegna út­reikn­inga á upp­bót­um til elli­líf­eyr­isþega,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Lesa meira