Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

21. júl. 2017 : Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar lokuð í viku

Þekkingarmiðstöð og Hjálpartækjaleiga Sjálfsbjargar er lokuð vikuna 24. 28. júlí. Við opnum aftur mánudaginn 31. júlí. Við minnum á að vefsíðan www.thekkingarmidstod.is er alltaf opin.  Lesa meira

13. júl. 2017 : Fjölskylduhús Sjálfsbjargar Reykholti

Fjölskylduhúsi Sjálfsbjargar stendur nú Sjálfsbjargarfélögum til boða að leigja  (sem hafa greitt félagsgjald til einhvers aðildarfélags Sjálfsbjargar á síðasta ári) sem og til erlendra hreyfihamlaðra einstaklinga sem þarfnast aðgengilegs orlofshúss á svæðinu. 

Lesa meira

17. maí 2017 : Ný reglugerð tekur gildi um eingreiðslur orlofsuppbóta og desemberuppbóta.

Fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um ein­greiðslur til líf­eyr­isþega árið 2017. Óskert or­lof­s­upp­bót ör­orku­líf­eyr­isþega sem greiðist í júlí verður 35.415. kr. og des­em­berupp­bót­in 53.123 kr. Sam­bæri­leg­ar upp­bæt­ur til elli­líf­eyr­isþega verða óskert­ar 34.500 kr. í júlí og 51.750 kr. í des­em­ber. Þetta kem­ur fram á vef vel­ferðarráðuneyt­is­ins. 

Þar seg­ir enn­frem­ur, að fjár­hæðir or­lofs- og des­em­berupp­bóta til líf­eyr­isþega séu birt­ar ár­lega með reglu­gerð og greiðslur fari fram 1. júlí og 1. des­em­ber ár hvert.

„Til þessa hafa regl­ur um út­reikn­ing og fjár­hæðir or­lofs- og des­em­berupp­bót­ar verið þær sömu fyr­ir ör­orku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­isþega og elli­líf­eyr­isþega. Vegna breyt­inga sem gerðar voru á bóta­kerfi elli­líf­eyr­isþega, m.a. með sam­ein­ingu bóta­flokka, sam­kvæmt lög­um sem tóku gildi um síðustu ára­mót var ekki leng­ur unnt að láta sömu regl­ur gilda um viðmið og út­reikn­inga. Eng­ar breyt­ing­ar verða hvað varðar or­lofs- og des­em­berupp­bæt­ur til ör­orku­líf­eyr­isþega, en með reglu­gerðinni sem hér fylg­ir er kveðið á um nýj­ar regl­ur og viðmið vegna út­reikn­inga á upp­bót­um til elli­líf­eyr­isþega,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Lesa meira

15. maí 2017 : Aukin viðgerðaþjónusta á hjálpartækjum

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka gildi 15. maí nk. Fyrirtækin eru Fastus ehf, Icepharma hf, Stoð ehf stoðtækjasmíði, Títus ehf, Öryggismiðstöð Íslands ehf og Eirberg ehf frá 1. september nk.

Fleiri þjónustuaðilar munu nú sinna  viðgerðarþjónustu, aðgengi að verkstæðisþjónustu fer úr 5 tímum á dag í  8 - 9 tíma auk þess sem boðið verður upp á neyðarþjónustu með öryggisbakvakt til miðnættis við ákveðnar alvarlegar aðstæður.

Sjúkratryggingar Íslands eru einnig með samninga við verkstæði á landsbyggðinni um viðgerðarþjónustu hjálpartækja en þau eru Rafeyri ehf á Akureyri, Rafey ehf á Egilsstöðum, Rafskaut ehf á Ísafirði og Geisla ehf í Vestmannaeyjum.

Hér má lesa nánari kynningu á samningunum

Nánari upplýsingar má einnig finna á vef Sjúkratrygginga ÍslandsSjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka gildi 15. maí nk. Fyrirtækin eru Fastus ehf, Icepharma hf, Stoð ehf stoðtækjasmíði, Títus ehf, Öryggismiðstöð Íslands ehf og Eirberg ehf frá 1. september nk.

Fleiri þjónustuaðilar munu nú sinna  viðgerðarþjónustu, aðgengi að verkstæðisþjónustu fer úr 5 tímum á dag í  8 - 9 tíma auk þess sem boðið verður upp á neyðarþjónustu með öryggisbakvakt til miðnættis við ákveðnar alvarlegar aðstæður.

Sjúkratryggingar Íslands eru einnig með samninga við verkstæði á landsbyggðinni um viðgerðarþjónustu hjálpartækja en þau eru Rafeyri ehf á Akureyri, Rafey ehf á Egilsstöðum, Rafskaut ehf á Ísafirði og Geisla ehf í Vestmannaeyjum.

Hér má lesa nánari kynningu á samningunum

Nánari upplýsingar má einnig finna á vef Sjúkratrygginga Íslands


Lesa meira