Hjálpartækjasýning
Hjálpartækjasýning 7. og 8. júní 2013
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir sýningu þar sem fólk getur séð nýjungar í hjálpartækjum fyrir hreyfihamlaða. Sýningin verður föstudaginn 7. júní og laugardaginn 8. júní næstkomandi í Íþróttahúsinu Hátúni 14. Sýningin er opin 10-17 báða dagana, aðgangseyrir er enginn og boðið er upp á kaffi og meðlæti. Gestir og gangandi velkomnir.
Á hjálpartækjasýningunni sýna innflutningsaðilar á hjálpartækjum tækninýjungar og lausnir sem henta sérstaklega hreyfihömluðu fólki. Allur almenningur getur þó haft gagn og gaman af sýningunni.
Sýningin er hér með viðburð á Facebook. Gott til að minna sig á.
Á sýningunni verður m.a hægt að:
- Sjá það nýjasta á sviði hjálpartækja, allt frá hagnýtum heimilistækjum að sérútbúnaði í bifreiðar
- Kynna sér og prófa hjálpartækin
- Fá kynningu á rafrænum gáttum Sjúkratrygginga Íslands
- Kaupa sniðug hjálpartæki sem nýtast á heimilinu
- Kynna sér starfsemi Þekkingarmiðstöðvarinnar
Hér er loftmynd af bílastæðum fyrir sýninguna
Fyrirtækin sem kynna sína vöru og þjónustu á sýningunni eru: