Kvöldskólar

Hér fyrir neðan eru nokkrir þeirra skóla sem bjóða upp á nám að kvöldi.

Borgarholtsskóli

Mosvegi | 112 Reykjavík |535 1700 | bhs@bhs.is | Vefsíða Borgarholtsskóla

Í Borgarholtsskóla hefur verið boðið upp á svokallaðdreifinám, en það er hugsað sem nám sem hægt er að stunda samhliða vinnu. Það fer að mestu fram í gegnum fjarnám, en á hverri önn eru kenndar staðlotur í Borgarholtsskóla. Námið er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum. 

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Austurbergi 5 | 111 Reykjavík | 570 5600 | fb@fb.is | Vefsíða FB

Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti starfar kvöldskóli og er þar boðið upp á nám á flestum brautum skólans. Þar eru gerðar sömu námskröfur og í dagskóla en kennslustundir eru í allflestum tilfellum helmingi færri. Innritun fer fram í upphafi hverrar annar og er alltaf auglýst í fjölmiðlum.

Mímir símenntun

Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík |580 1800 | mimir@mimir.is | Vefsíða Mímis

Hjá Mími er deild sem kallast Grunnmenntaskólinn. Hún er fyrir þá sem hafa stutt nám að baki eða vilja fara aftur í nám. Í boði er nám á daginn eða á kvöldin og eru kenndar 5 kennslustundir í senn. Í dagskóla er kennt alla virka daga en í kvöldskóla er kennsla tvö virk kvöld í viku og annan hvern laugardag. Engin lokapróf eru tekin en námsmat fer fram með verkefnavinnu, æfingum og símati. Mennta– og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til eininga á framhaldsskólastigi. 

Menntaskólinn í Kópavogi

Digranesvegi 51 | 200 Kópavogi | 594 4000 | mk@mk.is | Vefsíða MK

Innan Menntaskólans í Kópavogi er hægt að velja ferðamálanám sem kennt er á kvöldin. Er ferðamálanáminu skipt í Ferðamálaskólann annars vegar og Leiðsöguskólann hins vegar. Til að komast inn í Ferðamálaskólann þurfa umsækjendur vera orðnir 20 ára og hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Við 25 ára aldur er tekið mið af starfsferli og öðru sem viðkomandi hefur tekið sér fyrir hendur. Námið tekur eitt ár en hægt er að dreifa því á tvö ár.
Leiðsöguskólinn er eins árs starfsnám. Kennt er á kvöldin þrjú kvöld í viku. Um helgar geta verið vettvangs- og æfingaferðir.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Til baka