Fjarnám

Hér eru upplýsingar um skóla sem bjóða upp á fjarnám.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Ármúla 12 | 108 Reykjavík | 525 8800| fa@fa.is | Vefsíða fjarnáms FÁ

Fjarnám í FÁ er alfarið nám á netinu og eru allir áfangar settir upp í námsumsjónarkerfinu Moodle.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Skólabraut | 210 Garðabæ | 520 1600 | fg@fg.is | Vefsíða fjarnáms FG

Námstími fjarkennslunnar er að mestu miðaður við staðbundið nám skólans. Fjarkennslan byrjar þó seinna en staðkennslan, en tímar og kennslustundir falla ekki niður í fjarkennslu. Námsefni, yfirferð, kennsla og kröfur í fjarkennslu eru samræmdar almennum deildum skólans. Hægt verður að stunda nám í einstökum áföngum eftir þörfum og áhuga hvers og eins.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Pósthólf 120 | 550 Sauðárkróki | 455 8000 | fnv@fnv.is | Vefsíða fjarnáms FNV

Samskipti við kennara fara í gegnum samskiptaumhverfið Moodle. Námstími fjarkennslunnar er sá sami og hjá nemendum dagskóla. Í flestum áföngum lýkur náminu með prófi, sem tekið er innan almenns prófatíma skólans. Nemendur geta samið um að taka próf í heimabyggð sinni, oftast eru prófin tekin í þeim grunnskóla, framhaldsskóla eða fjarnámsstöð sem næst er. Námsefni og kröfur í fjarkennslu eru þær sömu og í dagskóla og því nota fjarnemendur sömu kennslubækur og gögn og aðrir nemendur skólans.

Framhaldsskólinn á Húsavík

Stóragarði 10 |  640 Húsavík |464 1344 | fsh@fhs.is | Vefsíða fjarnáms FSH

Fjarnám í Framhaldsskólanum á Húsavík er að mestu leyti nám á netinu og eru áfangar settir upp á kennsluvefnum Moodle. Boðið er upp á flesta þá áfanga í fjarnámi, sem kenndir eru í dagskóla á viðkomandi önn. Þar sem eingöngu er boðið upp á fjarnám í áföngum, sem verið er að kenna hverju sinni, er fjarnámsnemum heimilt að sækja tíma þegar þeir geta.

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 25 | 700 Egilsstöðum |471 2500 | fjarnam@me.is | Vefsíða fjarnáms ME

Flestir áfangar sem kenndir eru í Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME) eru einnig í boði í fjarnámi og er notast við fjarkennslukerfið Moodle.

Promennt

Skeifan 11b | 108 Reykjavík |519 7550 | promennt@promennt.is | Vefsíða Promennt

Promennt býður uppá hagnýta fræðslu fyrir byrjendur jafnt sem sérfræðinga á margvíslegum fagsviðum innan viðskiptagreina og tölvu- og upplýsingatækni. Allflest námskeið skólans eru í boði í fjarkennslu en hún fer fram í beinni útsendingu sem þýðir að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hægt er að taka beinan þátt í kennslunni, í umræðum eða með því að leggja fram munnlegar fyrirspurnir. 

Verkmenntaskóli Austurlands

Mýrargötu 10| 740 Fjarðabyggð | 477 1620 |va@va.is | Vefsíða VA

Hægt að taka flesta bóklegu áfangana sem kenndir eru í dagskólanum í fjarnámi. Nemendur notast við fjarkennslukerfið Moodle.

Verzlunarskóli Íslands

Ofanleiti 1 | 103 Reykjavík | 590 0600 | fjarnam@verslo.is | Vefsíða Verzlunarskólans

Verzlunarskóli Íslands býður upp á fjarnám. Kennslan fer fram í kennsluumhverfi á netinu sem nefnist Moodle.  Í Moodle er hver áfangi með sitt svæði þar sem nemandi er í tengslum við kennara sinn og aðra nemendur. 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Til baka