Atvinnuleit

Við atvinnuleit er gott að vita hverjar eru helstu ráðningarskrifstofur landsins. Þar er hægt að fá aðstoð við að finna störf, læra hvernig skal gera ferilskrá og vera á skrá yfir einstaklinga sem eru í leit að starfi. Hér fyrir neðan má sjá ýmsa aðila sem aðstoða fólk við atvinnuleit.
Sveitarfélögin auglýsa oft laus störf á vefsíðum sínum.

Að sækja um starf

Þegar sótt er um starf er gott að afla sér upplýsinga um hvernig gera eigi ferilskrá (þar sem upplýsingar um menntun og fyrri störf koma fram) og hvernig best er að undirbúa sig undir atvinnuviðtal. Atvinnumiðlanir geta veitt upplýsingar um hvernig gera eigi ferilskrá og hafa einnig góð ráð.

Það hefur verið álitamál hvort fatlaðir einstaklingar eigi að gefa upp fötlun sína í atvinnuumsókn. Slíkt getur því miður orðið til þess að viðkomandi er í einhverjum tilfellum útilokaður frá að vera valinn í atvinnuviðtal. Því er fólki hér ráðlagt að nefna fötlun sína ekki í umsókn ef viðkomandi er boðaður í atvinnuviðtal láta þá á það reyna hvort fötlunin skipti máli eða ekki. En ef fötlunin mun fyrirsjáanlega hafa áhrif á getu viðkomandi til að vinna hið tiltekna starf þarf að geta fötlunarinnar í atvinnviðtalinu og sjá hvert það leiðir. 


Ráðleggingar til atvinnuleitenda

Atvinnuumsókn samanstedur af kynningarbréfi, þar sem umsækjandi er að sækja um tiltekið starf og kynnir sig hvaða sérstöku hæfileika hann hefur til að geta staðið sig vel í viðkomandi starfi. Þá fylgir ferilskrá viðkomandi með og er þar yfirlit yfir starfsferil, menntun, tiltekna hæfni og færni. Ferilskráin er almennt ekki breytt eftir hvaða starf sótt er um. Gerð ferilskrár getur verið vandasamt verk og mikilvægt er að hún sé skipulega og vandlega sett upp. 

Á eftirfarandi síðum er að finna góð ráð sem fjalla um  innihald ferilskrár og kynningarbréfs og þess sem þarf að hafa í huga í starfsviðtali:

Áttavitinn - fyrir fólk 16 - 25 ára

Capacent

Hagvangur

Náms og starfsráðgjöf Háskóla Íslands

Vinnumálastofnun

Nýttu kraftinn býður upp á hugmyndir, ráð og hvatningu fyrir atvinnuleitendur og alla þá sem leita sér að nýjum tækifærum. Reglulega eru haldin námskeið auk þess sem gefin hefur verið út samnefnd bók.

Starfsmennt - veitir öllum þeim sem eru í aðildarfélögum Starfsmenntar ráðgjöf og einstaklingsviðtöl. Þar er meðal annars hægt að fá aðstoð við að útbúa ferilskrá.

Atvinnumiðlanir

Alfred.is

Vefsíða Alfred.is

Hjá Alfreð-atvinnuleit er hægt að skoða störf í boði, láta vakta fyrir sig ákveðin störf eða starfsgrein og maður er látinn vita þegar rétta starfið dettur inn, líka er hægt að láta minna sig á að sækja um ákveðin störf. Það er í boði að lesa greinar með gagnlegum upplýsingum fyrir atvinnuviðtal og fá hjálp við gerð ferilskrár. Hægt er að sækja Alfreð app í Iphone eða Android snjallsíma.

Atvinnumiðlun stúdenta

Sæmundargötu 4 | 101 Reykjavík | 570 0700 | fs@fs.is | Vefsíða Atvinnumiðlunar Stúdenta

Félagsstofnun stúdenta er með Stúdentamiðlunina þar sem námsmenn geta skráð sig á vefinn séu þeir í leit að vinnu og atvinnurekendur geta skráð laus störf hjá þeirra fyrirtæki. Atvinnuleitin fer að mestu fram milliliðalaust þar sem námsmenn/atvinnurekendur leita sjálfir í gagnagrunninum að atvinnu/starfsmanni.

Capacent

Ármúla 13 | 108 Reykjavík | 540 1000 | capacent@capacent.is | Vefsíða Capacent

Þjónusta Capacent er þrenns konar sem öll tengist rekstri. Þar er séð um ráðgjöf, rannsóknir og ráðningar. Þar geta atvinnuleitendur skráð sig, sótt um störf, fengið upplýsingar um laus störf og leitað ráða um hvernig best sé að bera sig að í atvinnuleitinni. Capacent hefur lagt áherslu á ráðningar forstjóra, framkvæmdastjóra, millistjórnenda, háskólamenntaðra sérfræðinga og fólks í skrifstofustörf.

Hagvangur

Skógarhlíð 12 | 105 Reykjavík | 520 4700 | radningar@hagvangur.is | Vefsíða Hagvangs

Fyrirtækið sér um ráðningar og ráðgjöf er varðar atvinnulífið. Hagvangur býður fólki í atvinnuleit að vera á skrá hjá sér því mörg störf eru aldrei auglýst opinberlega. Hagvangur hefur oft sinnt ráðningum í stjórnunar- og sérfræðistörf.

HH ráðgjöf

Fiskislóð 81 | 107 Reykjavík | 561 5900 | hhr@hhr.is| Vefsíða HH ráðgjafar

HH ráðgjöf er með ráðningarþjónustu og er hægt að skrá sig hjá þeim í gegnum netið. Jafnframt býður fyrirtækið upp á námskeið sem tengjast atvinnuleit eða til að auka færni sína í starfi.

Intellecta

Síðumúla 5 | 108 Reykjavík | 511 1225 |Vefsíða Intellecta

Intellecta sér um ráðningar á stjórnendum og "lykil starfsfólki" fyrir fyrirtæki og veitir fyrirtækjum ráðgjöf.

Job.is

Austurströnd 3 | 170 Seltjarnarnesi | 552 3335 | job@job.is | Vefsíða Job.is

Í gegnum vefsíðu Job.is er hægt að gera almenna leit að störfum en jafnframt er hægt að leita að störfum eftir fyrirtækjum eða eftir tegund starfs. Opnunartími skrifstofu er virka daga frá 9 - 16.

Strá

Suðurlandsbraut 30 | 108 Reykjavík | 588 3031 | stra@stra.is | Vefsíða Strá

Þú getur skráð þig hjá Strá hvort sem þú ert í leit að almennu starfi eða stjórnunar- og ábyrgðarstarfi. Strá er í alþjóðlegu samstarfi og er því jafnframt hægt að snúa sér til þeirra ef leitað er að starfi erlendis.

Störf.is

storf@storf.is | Vefsíða Störf.is

Í gegnum leitarvél Starfa er hægt að nálgast atvinnuauglýsingar af helstu vefmiðlum sem auglýsa störf. Hægt er að setja inn ákveðin leitarskilyrði og fá tilkynningu ef nýjar atvinnuauglýsingar birtast.

Talent ráðningar

Linnetsstígur 1 | 220 Hafnarfjörður |552 1600 | talent@talent.is| Vefsíða Talent

Talent er með ráðningarþjónustu og auglýsir störf á heimasíðu sinni en þar koma ekki fram öll þau störf sem í boði eru og er því mælt með að fólk hafi samband við Talent. Á vef Talent koma einnig fram upplýsingar um hvernig gera skuli ferilskrá.

Vinna.is

Ármúla 13 | 108 Reykjavík | 511 1144 | radningar@vinna.is | Vefsíða Vinnu

Vinna.is hefur einbeitt sér að ráðningum starfsfólks í verslunar-, skrifstofu-, þjónustu- og iðnaðarstörf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Allt ferlið fer í gegnum netið og þarf sá sem er í atvinnuleit að skrá sig á "nýskráningar" og getur eftir það sótt um auglýst störf.

Atvinnumiðlanir fyrir atvinnu erlendis

EURES - atvinna í Evrópu

EURES er samstarfsverkefni Framkvæmdastjórnar Evrópu og opinberrar vinnumiðlunar aðildarríkja EES (ESB landanna ásamt Noregi, Íslandi og Liechtenstein) og ýmissa aðildarstofnana. Sviss tekur einnig þátt í EURES samstarfinu. Á vef EURES er hægt að finna laus störf í Evrópu.

Nínukot

Síðumúli 13 | 108 Reykjavík | 561 2700 | ninukot@ninukot.is | Vefsíða Nínukots

Nínukot heldur utan um störf erlendis þar sem hægt er að vera Au-pair, sinna sjálfboðavinnu, fara í tungumálanám og stunda svokallað "work & travel".

Auglýsingar um laus störf

Oft eru störf á vegum sveitarfélaganna auglýst á vefsíðum þeirra. Jafnframt auglýsa mörg stærri fyrirtæki störf sem eru laus til umsókna hjá þeim hverju sinni á vefsíðum þeirra.

Á vefsíðunni störf.is er búið að taka saman atvinnuauglýsingar frá ólíkum stöðum, þar með töldum sveitarfélögum, ríki, Vinnumálastofnun, atvinnumiðlunum og atvinnuauglýsingar sem birtast í dagblöðum.

Starfatorg

starfatorg@starfatorg.is | Vefsíða Starfatorgs

Á Starfatorgi er hægt að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu. Fjármálaráðuneytið hefur umsjón með Starfatorgi en til að sækja um starf er haft samband við þá stofnun eða ráðningarstofu sem tilgreint er í hverri atvinnuauglýsingu fyrir sig. Auk atvinnuauglýsinga er Starfatorg jafnframt með upplýsingar um ýmis réttindi ríkisstarfsmanna, um ríkið sem vinnustað, kjarasamninga og fleira sem varðar störf hjá ríkinu.

Dagblöð

Í dagblöðum, Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, eru atvinnuauglýsinar og eru þær mest áberandi í helgarblöðunum og fimmtudagsblöðunum. Þá birtast þær einnig á vefmiðlum blaðanna.

Atvinnuauglýsingar í Morgunblaðinu.

Atvinnuauglýsingar á Vísi eru þær sömu og koma fram í Fréttablaðinu.

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun auglýsir laus störf á vef sínum og er öllum frjálst að sækja um þau störf. Séu störfin eingöngu fyrir þá sem skráðir eru atvinnulausir þá er það tilgreint sérstaklega í atvinnuauglýsingunni. Hér má finna tengil inn á leitarvél Vinnumálastofnunar, þar sem hægt er að leita að störfum eftir landshlutum og starfshlutfalli

Almennt um Vinnumálastofnun

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar eru níu talsins og veita atvinnuleitendum á landinu öllu fjölþætta aðstoð við atvinnuleit án þess að sá sem leitar til þeirra þurfi að greiða fyrir þjónustuna.  Aðstoðin getur falist í að veita upplýsingar og ráðgjöf um náms- og starfsval, hvernig atvinnuleit sé best háttað, upplýsingagjöf um atvinnuástand, atvinnuleysi og atvinnuhorfur. Hér má finna upplýsingar um staðsettningu, opnunartíma, símanúmer og netfang allra níu Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar.

Vinnumálastofnun veitir upplýsingar um flest er tengist atvinnuleit og fólki í þeirri stöðu er því ráðlagt að setja sig sem fyrst í samband við næstu þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar, skrá sig og fá ráðleggingar um hvernig það á að haga atvinnuleitinni.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja


Til baka