Veitingahús & kaffihús

Á þessari síðu söfnum við upplýsingum um aðgengi að veitinga/-og kaffihúsum. Ef þú hefur upplifað gott aðgengi á veitingastað eða kaffihúsi hvar sem er á landinu, sem ekki er að finna hér á síðunni, endilega láttu okkur þá vita.

Á afsláttarsíðunni okkar má finna veitingastaði sem veita öryrkjum afslátt. 

Eftirtaldir veitingastaðir/-kaffihús eru með gott aðgengi samkvæmt reynslu hjólastólanotenda

Höfuðborgarsvæðið

American Style - Tryggvagötu

 

Tryggvagötu 26 | 101 Reykjavík | 517 1818 | Vefsíða American Style

Aðgengilegt er inn á staðinn fyrir einstakling í rafknúnum hjólastól (upplýsingar fengnar í apríl 2013).

Borg restaurant - Hótel Borg

 

Pósthússtræti 11 | 101 Reykjavík |551 1440| hotelborg(hjá)hotelborg.is | Vefsíða Borg Restaurant

Samkvæmt upplýsingum frá hjólastólanotanda er veitingastaðurinn vel aðgengilegur hjólastólum og salernisaðstaða góð.

 

Café Paris

 

Austurstræti 14 | 101 Reykjavík | 551 1020 | cafeparis(hja)cafeparis.is|Vefsíða Café Paris |  

Gott aðgengi og salerni vel staðsett en salerni þröngt  (upplýsingar fengnar í apríl 2016).

 

Flóran

 

Grasagarðinum, Reykjavík | 104 Reykjavík | 553 8872 | info(hjá)floran.is | Vefsíða Flórunnar

Gott aðgengi bæði fyrir utan og innan. Salerni aðgengilegt.


Geysir Bistro

Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | 517 4300 | geysir(hjá)geysirbistro.is | Vefsíða Geysis Bistro

Staðurinn er aðgengilegur fyrir fólk í hjólastólum. Veitingastaðurinn er á annarri hæð en lyfta er fyrir þá sem þess þurfa.

Grillhúsið Sprengisandi

Bústaðavegur 153 | 108 Reykjavík | 527 5000 | grillhusid(hjá)grillhusid.is | Vefsíða Grillhússins

Aðgengilegt er að veitingastaðnum fyrir fólk í hjólastól og ágæt salernisaðstaða.

Grillmarkaðurinn

Lækjargata 2A | 101 Reykjavík | 571-7777 | info(hjá)grillmarkadurinn.is | Vefsíða Grillmarkaðsins

Hægt er að komast inn bakatil en svolítið þröngt er að fara á milli borða. Betra er að láta vita fyrirfram ef matargestir eru í hjólastólum (upplýsingar fengnar í apríl 2013).

Hressó - Hressingarskálinn

Austurstræti 20 | 101 Reykjavík |561 2240|Facebooksíða Hressingarskálans

Aðgengilegt er inn á staðinn.

Kolabrautinn -Harpa

Austurbakki 2 | 101 Reykjavík |519 9700| info(hja)kolabrautin.is | Vefsíða Kolabrautarinnar

Kolabrautin er veitingarstaður og bar til húsa í tónlistarhúsinu Harpa sem margr þekkja. Það er lyfta alla leiðina upp, auðvelt að fara á milli borða og fínt aðgengi í alla staði. (Upplýsingar fengnar í desember 2016).

Loft kaffihús

Bankastræti 7  | 101 Reykjavík | 553 8140 | loft(hjá)hostel.is | Vefsíða Lofts

Farfuglaheimilið Loft er með kaffihús á 4. hæð sem er aðgengilegt hjólastólum.

Nauthóll

Nauthólsvegi 106 | 101 Reykjavík | 599 6660 | nautholl(hjá)nautholl.is | Vefsíða Nauthóls

Samkvæmt símtali er þetta aðgengilegur veitingastaður fyrir hjólastólanotendur. Góð salernisaðstaða.

Pallett kaffikompaní - Hafnarfirði

Strandgötu 75 | 220 Hafnafirði | 571 4144 | Pallett á facebook 

Þetta kaffihús er með gott aðgengi. Hægt er að sitja innandyra og utandyra

Perlan

Öskjuhlíð | Reykjavík | 562 0200 | perlan(hjá)perlan.is | Vefsíða Perlunnar

Kaffitería Perlunnar er á 4. hæð og er aðgengilegt inn í Perluna og með lyftu upp á 4. hæð

Reykjavík Roasters

Brautarholti 2 | 105 Reykjavík | 552 3200 | mail(hja)reykjavikroasters.is | Vefsíða

Það er þröskuldur við útidyrnar en annars er kaffihúsið vel aðgengilegt.

Ruby Tuesday

Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | 577 1300 | veisla(hjá)ruby.is | Vefsíða Ruby Tuesday 
Skipholti 19 | 105 Reykjavík

Veitingastaðurinn sem er staðsettur við Höfðabakka hefur mjög gott aðgengi um allan sal. Í Skipholtinu er veitingasalurinn á tveim hæðum og er ágætt aðgengi á jarðhæðinni.

Satt - Icelandair hotels Reykjavík Natura

Nauthólsvegi 52 | 101 Reykjavík | 444 4500 | natura@icehotels.is |  Vefsíða Satt

Samkvæmt símtali er þetta aðgengilegur veitingastaður fyrir hjólastólanotendur. Góð salernisaðstaða (upplýsingar fengnar í október 2015)

Slippbarinn - Icelandair hotels Reykjavík Marina

Mýrargata 2 | 101 Reykjavík |560 8080 |slippbarinn(hjá)icehotels.is | Vefsíða Slippbarsins

Fínasta aðgengi að staðnum. Lyfta upp í veitingasal á annarri hæð (upplýsingar fengnar í apríl 2013).

Te & Kaffi

Borgartúni  | 105 Reykjavík  | 527 2889 | borgartun(hjá)teogkaffi.is | Te & kaffi Borgartúni 
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | 527 2890 | laugavegur77(hjá)teogkaffi.is | Te & kaffi Laugavegi
Skólavörðustíg | 101 Reykjavík | 527 2881 | skolavordustigur(hja)teogkaffi.is | Te & kaffi Skólavörðustíg 

Te & Kaffi eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Kaffihús þeirra að Laugavegi 77,  Skólavörðustíg og Borgartúni eru aðgengileg. Á Laugavegi 77 er gott aðgengi inn en það er þröngt inni. Te & Kaffi í Borgartúni er á tveim hæðum og er stigalyfta upp á efri hæðina.

Sjálfskráning þjónustuaðila- gott aðgengi að sögn eigenda

Sjálfskráðar upplýsingar eru upplýsingar á ábyrgð veitingastaðanna/-kaffihúsanna sjálfra. Ekki er hægt að taka ábyrgð á slíkri skráningu, en auðvitað er hún oft í lagi. Við hvetjum ykkur til að hafa beint samband við viðkomandi veitingastað/-kaffihús til að fá nákvæmar upplýsingar. 

Café Meskí

Fákafen 9|108 Reykjavík|533 3010| 

Café Meskí er vel staðsett og með gott hjólastólaaðgengi.

Silfur

Fjarðagata 13-15, 2.hæð|220 Hafnarfjörður|555 6996|Vefsíða Silfurs

Silfur bar & Restaurant er staðsett á 2.hæð í verslunarmiðstöðinni Firði. Þar er aðgengilegt fyrir hjólastólanotendur. Minni hjólastólar komast inn á salernið en stærra salerni er staðsett í Firði. Ef fólk kemur eftir kl.19 er best að láta vita á undan sér því lyftan er læst og eigandinn er með lykil að lyftunni og salerninu í Firði.

Vesturland

Hamar - Icelandair hotels

310 Borgarnes | 433 6600 | hamar@icehotels.is | Vefsíða Hamar Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum (Upplýsingar fengnar í október 2015).

Hverinn, Kleppjárnsreykjum

Borgarfjarðarbraut | 571 4433 | Borgarfjörður | Vefsíða Hversins

Við fengum upplýsingar varðandi salernisaðstöðu frá hjólastólanotanda. Utan á hurðinni er merki: Kvennasnyrting og fatlaðir. Handlaugin er í hærra lagi, sápuskammtari og handþurrkur hátt á vegg sem og spegillinn. Annað er í lagi.
Þarna er veitingasala og tjaldstæði.

N1, Borgarnesi (áður Hyrnan)

Brúartorgi 1| 310 Borgarnes | 440 1333|  Vefsíða N1 Borgarnesi

Hjólastólanotandi sendi okkur upplýsingar um salernisaðstöðuna. Snyrting fyrir fatlaða er karlamegin. Þar inni er líka hægt að skipta á ungabörnum. Stuðningsarmarnir eru frekar langt frá salernisskál. Handlaug í lagi en kraninn er stuttur. Sápuskammtari er fyrir ofan handlaug. Handþurrkukassinn er hátt upp á vegg.

Vestfirðir

Edinborg Bistro Café Bar

Aðalstræti 7 | 400 Ísafirði | 456 8335 | edinborg(hjá)edinborg.is | Vefsíða Edinborgar Bistro Café Bar

Samkvæmt samtali við hjólastólanotanda er veitingastaðurinn með góðu aðgengi. Skv.heimasíðu þeirra er aðgengi til fyrirmyndar, lyfta í húsinu og salernisaðstaða fyrir fatlaða (júní 2016).

Thai Koon

Hafnarstræti 9 - 13 | 400 Ísafirði  | 456 0123 | Facebook síða Thai Koon

Staðurinn er í sama húsi og Samkaup. Aðgengi er gott fyrir fólk sem notar hjólastóla og einnig salernisaðstaða.

Verslunin Hamraborg

Hafnarstræti 7 | 400 Ísafirði | 456 3166 | hamraborg(hjá)heimsnet.is

Gott aðgengi er inn í verslunina og inni í versluninni. Salernisaðstaða er góð.

Norðurland

Akureyri Icelandair hotels 

Þingvallastræti 23 | 600 Akureyri | 518 1000 |akureyri@icehotels.is | Vefsíða Akureyri Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum (upplýsingar fengnar í október 2015).

Greifinn

Glerárgata 20| 600 Akureyri | 460 1600|greifinn@greifinn.is| Vefsíða Greifans  

Veitingarstaðurinn Greifinn er í göngufæri frá miðbæ Akureyrar og Glerártorgi.

 • Aðkoma -  P-stæði er fyrir utan, merkt. 
 • Inngangur - Engar tröppur fyrir utan en smá þröskuldur sem auðvelt er að fara yfir.
 • Útidyrahurð - Hún er ekki með hurðaopnara.
 • Aðgengi innandyra - Gott rými er á milli borða.
 • Salerni - Aðgengilegt salerni er fyrir hjólastólanotendur (Upplýsingar frá starfsmanni Greifans 16.6.2016).

Hótel KEA 

Hafnarstræti 87-89| 600 Akureyri |460 2000 |kea@keahotels.is | Vefsíða Hótel KEA

Veitingastaðurinn Múlaberg bistro & bar er í sömu byggingu og Hótelið, með sameiginlegum inngangi. 

 

 • Aðkoma - P-stæði  er fyrir utan húsið, bæði fyrir hótelgesti og gesti veitingastaðarins. Frá stæðinu og að inngangi byggingarinnar er gott aðgengi fyrir hjólastóla. 
 • Inngangur - Það eru nokkur þrep fyrir utan en einnig lítil “brekka“ (rampur) sem er breið og þægileg fyrir hjólastóla eða fólk með ferðatöskur.
 • Útidyrahurð - Er því miður án rafmagns og eru raunar bara venjulegar hurðir. Þröskuldarnir eru mjög litlir og nettir.  
 • Aðgengi innandyra - Veitingastaðurinn er á 1.hæð og er aðgengið gott fyrir hjólastólanotendur. Rýmið á milli borða á stærstum hluta staðarins er gott.
 • Salerni - Það er salerni fyrir hjólastólanotendur (Upplýsingar fengnar frá starfsmanni Hótel KEA 14.6.2016).

 

 

 

 

Strikið 

Skipagata 14, 5. hæð | 600 Akureyri |462 7100|strikid@strikid.is | Vefsíða Striksins

Veitingastaðurinn Strikið er í byggingu þar sem margar verslanir og fyrirtæki eru í miðbæ Akureyrar. 

 

 • Aðkoma -Það eru 3 P- stæði fyrir fatlaða hinu megin við götuna.
 • Inngangur - Strikið er á 5. hæð en það er lyfta.
 • Útidyrahurð - Það er rennihurð við inngang.
 • Aðgengi innandyra - Er gott inni á staðnum en það er erfitt að koma hjólastólum út á svalirnar. 
 • Salerni - það er salerni fyrir fatlað fólk (upplýsingar fengnar frá starfsmanni Striksins 14.6.2016)

 

 

 

Silva

Eyjafjarðarsveit | 601 Akureyri | 851 1360 | Vefsíða Silva

Silva er hráfæðistaður í Eyjafjarðarsveit sem er opin yfir hásumarið. Þeir hafa lausa rampa sem auðvelda aðgengi um veitingastaðinn (Upplýsingar fengnar september 2015).

Austurland

Hérað - Icelandair hotels

Miðvangi 1-7 | 700 Egilsstöðum | 471 1500| Vefsíða Hérað Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum (upplýsingar fengnar í okóber 2015).

Suðurland

Flúðir - Icelandair hotels

Vesturbrún 1 | 845 Flúðir |486 6630| fludir@icehotels.is| Vefsíða Flúðir Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum (upplýsingar fengnar í október 2015).

Geysir Glíma veitingahús

Haukadal | 480 6800 | geysir(hjá)geysircenter.is| Vefsíða Geysis Glímu

Hjá Geysi Glímu veitingahúsi er gott aðgengi og aðgengileg salerni.

Gullfosskaffi

 

Við Gullfoss | 801 Selfoss | 486 6500 | Vefsíða Gullfosskaffis

Gullfosskaffi er staðsett við Gullfoss og hefur aðgengilega salernisaðstöðu.

 

Klaustur - Icelandair hotels

 

Klausturvegi 6 | 880 Kirkjubæjarklaustri |480 6800 | klaustur@icehotels.is|  Vefsíða Klaustur Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum (upplýsingar fengnar í október 2015).

 

Stracta hótel

Rangárflatir 4 | 850 Hella |531 8010 | info@stractahotels.is| Vefsíða Stracta hótels.

Veitingastaður hótelsins er aðgengilegur hjólastólanotendum (upplýsingar fengnar í október 2015).

Þjóðgarðurinn Þingvöllum - Hakið

Þingvellir | 801 Selfoss | 482 2660 | thingvellir(hjá)thingvellir.is | Vefsíða Þjóðgarðsins

Aðgengilegt er í fræðslumiðstöðina í Hakinu og þar er aðgengileg salernisaðstaða.

Suðurnes

Salthúsið

Stamphólsvegur 2 | 240 Grindavík | 426  9700 |salthusid@salthusid.is| Vefsíða Salthússins

 

 • Aðkoma - P stæði er fyrir utan.  Að húsinu er hjólastólarampur.
 • Útidyrahurð - Það er lítill þröskuldur við  útidyrahurð sem er án rafmagns.
 • Aðgengi inndyra - Það er rúmgott  innandyra.
 • Salerni - Það er salerni fyrir hjólastólanotendur (Upplýsingar frá starsfmanni Salthússins 20.6.2016).

 

 Bláa Lónið/Blue Lagoon

Svartsengi|240 Grindavík | 420 8800 | Sjá vefsíðu Bláa Lónsins 

Í Bláa Lóninu eru nokkrir staðir til að velja úr ef fólk vill fara á kaffihús eða veitingastað. 

Blue Café þar er boðið upp á léttar veitingar. 

 

 

 • Aðkoma -2 P- stæði eru fyrir utan en í 100 m fjarlægð. Snjóbræðsla er í stéttinni að inngangi. 
 • Hægt er að leggja Í P -stæði fyrir utan LAVA Restaurant sem er rétt við innganginn. 
 • Inngangur - Aðgangur er án hæðarmunar. Hreyfiskynjari við útidyr.  
 • Salerni - Aðgengilegt salerni með 2 salernisstoðum.

 

 LAVA Restaurant er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa Lónið.

 

 

 • Aðkoma -1 P-stæði er fyrir utan. 
 • Inngangur - Slétt inn án þröskuldar.
 • Aðgengi innandyra - Öll borð eru með miðjufæti sem gæti skipt máli fyrir hjólastólanotendur. 
 • Salerni - Eru uppi á 2 hæð og er lyfta. Aðgengilegt salerni er að finna þar 

 

 

Sjálfskráning þjónustuaðila- gott aðgengi að sögn eigenda

Sjálfskráðar upplýsingar eru upplýsingar á ábyrgð veitingastaðanna/-kaffihúsanna sjálfra. Ekki er hægt að taka ábyrgð á slíkri skráningu, en auðvitað er hún oft í lagi. Við hvetjum ykkur til að hafa beint samband við viðkomandi veitingastað/-kaffihús til að fá nákvæmar upplýsingar. 

Við Faxa

Kaffihús/-veitingahús/-bar við fossinn Faxa sem er gjarnan áfangastaður á Gullna Hringnum. Við erum með fínt salerni fyrir hjólastólanotendur. Rampur upp á pallinn verður smíðaður og settur á allra næstu dögum. Það er örlítill þröskuldur í hurðinni en hingað til hefur hann ekki aftrað fólki inngöngu (upplýsingar í júní 2014). Þess má geta að sömu eigendur eru einnig með tjaldsvæði þar á svæðinu. Facebook-síða Við Faxa

 

Athugið að efni hér fyrir ofan er flest fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Til baka