Veitingahús & kaffihús

Á þessari síðu söfnum við jöfnum höndum upplýsingum um aðgengi að veitinga/-og kaffihúsum. Sum eru reynslur fólks sem það sendir okkur. Ef þú hefur upplifað gott aðgengi á veitingastað eða kaffihúsi hvar sem er á landinu, sem ekki er að finna hér á síðunni, endilega láttu okkur þá vita.

Þá viljum við benda á símaappið TravAble og hvetja alla til að hala niður appinu í símana sína og dæla síðan þar inn upplýsingum um aðgengi hér og þar. Appið safnar saman aðgengisupplýsingum um fjölda staða vítt og breytt um landið og setur fólk þar inn reynslu sína og er þegar þar mikið magn upplýsinga um aðgengi hér og þar á landinu. Nánari upplýsingar um TravAble má finna á Facebooksíðu þeirra.

Á afsláttarsíðunni okkar má finna veitingastaði sem veita öryrkjum afslátt. 

Eftirtaldir veitingastaðir/-kaffihús eru með gott aðgengi samkvæmt reynslu hjólastólanotenda

Höfuðborgarsvæðið

American Style - Tryggvagötu

 

Tryggvagötu 26 | 101 Reykjavík | 517 1818 | Vefsíða American Style

Aðgengilegt er inn á staðinn fyrir einstakling í rafknúnum hjólastól.

Borg restaurant - Hótel Borg

 

Pósthússtræti 11 | 101 Reykjavík |551 1440| hotelborg(hjá)hotelborg.is | Vefsíða Borg Restaurant

Samkvæmt upplýsingum frá hjólastólanotanda er veitingastaðurinn vel aðgengilegur hjólastólum og salernisaðstaða góð.

 

Café Paris

 

Austurstræti 14 | 101 Reykjavík | 551 1020 | cafeparis(hja)cafeparis.is|Vefsíða Café Paris |  

Gott aðgengi og salerni vel staðsett en salerni þröngt.

 

Flóran

 

Grasagarðinum, Reykjavík | 104 Reykjavík | 553 8872 | info(hjá)floran.is | Vefsíða Flórunnar

Gott aðgengi bæði fyrir utan og innan. Salerni aðgengilegt.


Geysir Bistro

Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | 517 4300 | geysir(hjá)geysirbistro.is | Vefsíða Geysis Bistro

Staðurinn er aðgengilegur fyrir fólk í hjólastólum. Veitingastaðurinn er á annarri hæð en lyfta er fyrir þá sem þess þurfa.

Grillhúsið Sprengisandi

Bústaðavegur 153 | 108 Reykjavík | 527 5000 | grillhusid(hjá)grillhusid.is | Vefsíða Grillhússins

Aðgengilegt er að veitingastaðnum fyrir fólk í hjólastól og ágæt salernisaðstaða.

Grillmarkaðurinn

Lækjargata 2A | 101 Reykjavík | 571-7777 | info(hjá)grillmarkadurinn.is | Vefsíða Grillmarkaðsins

Hægt er að komast inn bakatil en svolítið þröngt er að fara á milli borða. Betra er að láta vita fyrirfram ef matargestir eru í hjólastólum.

Hressó - Hressingarskálinn

Austurstræti 20 | 101 Reykjavík |561 2240|Facebooksíða Hressingarskálans

Aðgengilegt er inn á staðinn.

Kolabrautinn - Harpa

Austurbakki 2 | 101 Reykjavík |519 9700| info(hja)kolabrautin.is | Vefsíða Kolabrautarinnar

Kolabrautin er veitingarstaður og bar til húsa í tónlistarhúsinu Harpa sem margr þekkja. Það er lyfta alla leiðina upp, auðvelt að fara á milli borða og fínt aðgengi í alla staði. 

Loft kaffihús

Bankastræti 7  | 101 Reykjavík | 553 8140 | loft(hjá)hostel.is | Vefsíða Lofts

Farfuglaheimilið Loft er með kaffihús á 4. hæð sem er aðgengilegt hjólastólum.

Nauthóll

Nauthólsvegi 106 | 101 Reykjavík | 599 6660 | nautholl(hjá)nautholl.is | Vefsíða Nauthóls

Samkvæmt símtali er þetta aðgengilegur veitingastaður fyrir hjólastólanotendur. Góð salernisaðstaða.

Pallett kaffikompaní - Hafnarfirði

Strandgötu 75 | 220 Hafnafirði | 571 4144 | Pallett á facebook 

Þetta kaffihús er með gott aðgengi. Hægt er að sitja innandyra og utandyra

Perlan

Öskjuhlíð | Reykjavík | 562 0200 | perlan(hjá)perlan.is | Vefsíða Perlunnar

Kaffitería Perlunnar er á 4. hæð og er aðgengilegt inn í Perluna og með lyftu upp á 4. hæð

Reykjavík Roasters

Brautarholti 2 | 105 Reykjavík | 552 3200 | mail(hja)reykjavikroasters.is | Vefsíða

Það er þröskuldur við útidyrnar en annars er kaffihúsið vel aðgengilegt.

Ruby Tuesday

Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | 577 1300 | veisla(hjá)ruby.is | Vefsíða Ruby Tuesday 

Veitingastaðurinn sem er staðsettur við Höfðabakka hefur mjög gott aðgengi um allan sal. 

Satt - Icelandair hotels Reykjavík Natura

Nauthólsvegi 52 | 101 Reykjavík | 444 4500 | natura@icehotels.is |  Vefsíða Satt

Samkvæmt símtali er þetta aðgengilegur veitingastaður fyrir hjólastólanotendur. Góð salernisaðstaða.

Slippbarinn - Icelandair hotels Reykjavík Marina

Mýrargata 2 | 101 Reykjavík |560 8080 |slippbarinn(hjá)icehotels.is | Vefsíða Slippbarsins

Fínasta aðgengi að staðnum. Lyfta upp í veitingasal á annarri hæð).

Te & Kaffi

Borgartúni  | 105 Reykjavík  | 527 2889 | borgartun(hjá)teogkaffi.is | Te & kaffi Borgartúni 
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | 527 2890 | laugavegur77(hjá)teogkaffi.is | Te & kaffi Laugavegi
Skólavörðustíg | 101 Reykjavík | 527 2881 | skolavordustigur(hja)teogkaffi.is | Te & kaffi Skólavörðustíg 

Te & Kaffi eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Kaffihús þeirra að Laugavegi 77,  Skólavörðustíg og Borgartúni eru aðgengileg. Á Laugavegi 77 er gott aðgengi inn en það er þröngt inni. Te & Kaffi í Borgartúni er á tveim hæðum og er stigalyfta upp á efri hæðina.

Sjálfskráning þjónustuaðila- gott aðgengi að sögn eigenda

Sjálfskráðar upplýsingar eru upplýsingar á ábyrgð veitingastaðanna/-kaffihúsanna sjálfra. Ekki er hægt að taka ábyrgð á slíkri skráningu, en auðvitað er hún oft í lagi. Við hvetjum ykkur til að hafa beint samband við viðkomandi veitingastað/-kaffihús til að fá nákvæmar upplýsingar. 

Café Meskí

Fákafen 9|108 Reykjavík|533 3010| 

Café Meskí er vel staðsett og með gott hjólastólaaðgengi.

Silfur

Fjarðagata 13-15, 2.hæð|220 Hafnarfjörður|555 6996|Vefsíða Silfurs

Silfur bar & Restaurant er staðsett á 2.hæð í verslunarmiðstöðinni Firði. Þar er aðgengilegt fyrir hjólastólanotendur. Minni hjólastólar komast inn á salernið en stærra salerni er staðsett í Firði. Ef fólk kemur eftir kl.19 er best að láta vita á undan sér því lyftan er læst og eigandinn er með lykil að lyftunni og salerninu í Firði.

Vesturland

Hamar - Icelandair hotels

310 Borgarnes | 433 6600 | hamar@icehotels.is | Vefsíða Hamar Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum.

Hverinn, Kleppjárnsreykjum

Borgarfjarðarbraut | 571 4433 | Borgarfjörður | Vefsíða Hversins

Við fengum upplýsingar varðandi salernisaðstöðu frá hjólastólanotanda. Utan á hurðinni er merki: Kvennasnyrting og fatlaðir. Handlaugin er í hærra lagi, sápuskammtari og handþurrkur hátt á vegg sem og spegillinn. Annað er í lagi.
Þarna er veitingasala og tjaldstæði.

N1, Borgarnesi (áður Hyrnan)

Brúartorgi 1| 310 Borgarnes | 440 1333|  Vefsíða N1 Borgarnesi

Hjólastólanotandi sendi okkur upplýsingar um salernisaðstöðuna. Snyrting fyrir fatlaða er karlamegin. Þar inni er líka hægt að skipta á ungabörnum. Stuðningsarmarnir eru frekar langt frá salernisskál. Handlaug í lagi en kraninn er stuttur. Sápuskammtari er fyrir ofan handlaug. Handþurrkukassinn er hátt upp á vegg.

Vestfirðir

Edinborg Bistro Café Bar

Aðalstræti 7 | 400 Ísafirði | 456 8335 | edinborg(hjá)edinborg.is | Vefsíða Edinborgar Bistro Café Bar

Samkvæmt samtali við hjólastólanotanda er veitingastaðurinn með góðu aðgengi. Skv.heimasíðu þeirra er aðgengi til fyrirmyndar, lyfta í húsinu og salernisaðstaða fyrir fatlaða.

Thai Koon

Hafnarstræti 9 - 13 | 400 Ísafirði  | 456 0123 | 

Staðurinn er í sama húsi og Samkaup. Aðgengi er gott fyrir fólk sem notar hjólastóla og einnig salernisaðstaða.

Verslunin Hamraborg

Hafnarstræti 7 | 400 Ísafirði | 456 3166 | hamraborg(hjá)heimsnet.is

Gott aðgengi er inn í verslunina og inni í versluninni. Salernisaðstaða er góð.

Norðurland

Akureyri Icelandair hotels 

Þingvallastræti 23 | 600 Akureyri | 518 1000 |akureyri@icehotels.is | Vefsíða Akureyri Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum.

Greifinn

Glerárgata 20| 600 Akureyri | 460 1600|greifinn@greifinn.is| Vefsíða Greifans  

Veitingarstaðurinn Greifinn er í göngufæri frá miðbæ Akureyrar og Glerártorgi.

 • Aðkoma -  P-stæði er fyrir utan, merkt. 
 • Inngangur - Engar tröppur fyrir utan en smá þröskuldur sem auðvelt er að fara yfir.
 • Útidyrahurð - Hún er ekki með hurðaopnara.
 • Aðgengi innandyra - Gott rými er á milli borða.
 • Salerni - Aðgengilegt salerni er fyrir hjólastólanotendur.

Hótel KEA 

Hafnarstræti 87-89| 600 Akureyri |460 2000 |kea@keahotels.is | Vefsíða Hótel KEA

Veitingastaðurinn Múlaberg bistro & bar er í sömu byggingu og Hótelið, með sameiginlegum inngangi. 

 

 • Aðkoma - P-stæði  er fyrir utan húsið, bæði fyrir hótelgesti og gesti veitingastaðarins. Frá stæðinu og að inngangi byggingarinnar er gott aðgengi fyrir hjólastóla. 
 • Inngangur - Það eru nokkur þrep fyrir utan en einnig lítil “brekka“ (rampur) sem er breið og þægileg fyrir hjólastóla eða fólk með ferðatöskur.
 • Útidyrahurð - Er því miður án rafmagns og eru raunar bara venjulegar hurðir. Þröskuldarnir eru mjög litlir og nettir.  
 • Aðgengi innandyra - Veitingastaðurinn er á 1.hæð og er aðgengið gott fyrir hjólastólanotendur. Rýmið á milli borða á stærstum hluta staðarins er gott.
 • Salerni - Það er salerni aðgengilegt fyrir hjólastólanotendur.

  

Strikið 

Skipagata 14, 5. hæð | 600 Akureyri |462 7100|strikid@strikid.is | Vefsíða Striksins

Veitingastaðurinn Strikið er í byggingu þar sem margar verslanir og fyrirtæki eru í miðbæ Akureyrar. 

 

 • Aðkoma -Það eru 3 P- stæði fyrir fatlaða hinu megin við götuna.
 • Inngangur - Strikið er á 5. hæð en það er lyfta.
 • Útidyrahurð - Það er rennihurð við inngang.
 • Aðgengi innandyra - Er gott inni á staðnum en það er erfitt að koma hjólastólum út á svalirnar. 
 • Salerni - það er salerni fyrir fatlað fólk.

 

Silva

Eyjafjarðarsveit | 601 Akureyri | 851 1360 | Vefsíða Silva

Silva er hráfæðistaður í Eyjafjarðarsveit sem er opin yfir hásumarið. Þeir hafa lausa rampa sem auðvelda aðgengi um veitingastaðinn.

Austurland

Hérað - Icelandair hotels

Miðvangi 1-7 | 700 Egilsstöðum | 471 1500| Vefsíða Hérað Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum.

Suðurland

Flúðir - Icelandair hotels

Vesturbrún 1 | 845 Flúðir |486 6630| fludir@icehotels.is| Vefsíða Flúðir Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum.

Geysir Glíma veitingahús

Haukadal | 480 6800 | geysir(hjá)geysircenter.is| Vefsíða Geysis Glímu

Hjá Geysi Glímu veitingahúsi er gott aðgengi og aðgengileg salerni.

Gullfosskaffi

 

Við Gullfoss | 801 Selfoss | 486 6500 | Vefsíða Gullfosskaffis

Gullfosskaffi er staðsett við Gullfoss og hefur aðgengilega salernisaðstöðu.

 

Klaustur - Icelandair hotels

 

Klausturvegi 6 | 880 Kirkjubæjarklaustri |480 6800 | klaustur@icehotels.is|  Vefsíða Klaustur Icelandair hotels

Veitingastaðir hótelsins eru aðgengilegir hjólastólanotendum.

 

Stracta hótel

Rangárflatir 4 | 850 Hella |531 8010 | info@stractahotels.is| Vefsíða Stracta hótels.

Veitingastaður hótelsins og nær allt hótelið er aðgengilegt hjólastólanotendum.

Þjóðgarðurinn Þingvöllum - Hakið

Þingvellir | 801 Selfoss | 482 2660 | thingvellir(hjá)thingvellir.is | Vefsíða Þjóðgarðsins

Aðgengilegt er í fræðslumiðstöðina í Hakinu og þar er aðgengileg salernisaðstaða.

Suðurnes

Salthúsið

Stamphólsvegur 2 | 240 Grindavík | 426  9700 |salthusid@salthusid.is| Vefsíða Salthússins

 

 • Aðkoma - P stæði er fyrir utan.  Að húsinu er hjólastólarampur.
 • Útidyrahurð - Það er lítill þröskuldur við  útidyrahurð sem er án rafmagns.
 • Aðgengi inndyra - Það er rúmgott  innandyra.
 • Salerni - Það er salerni fyrir hjólastólanotendur.

 

 Bláa Lónið/Blue Lagoon

Svartsengi|240 Grindavík | 420 8800 | Sjá vefsíðu Bláa Lónsins 

Í Bláa Lóninu eru nokkrir staðir til að velja úr ef fólk vill fara á kaffihús eða veitingastað. 

Blue Café þar er boðið upp á léttar veitingar. 

 Aðkoma -2 P- stæði eru fyrir utan en í 100 m fjarlægð. Snjóbræðsla er í stéttinni að inngangi. 

 • Hægt er að leggja Í P -stæði fyrir utan LAVA Restaurant sem er rétt við innganginn. 
 • Inngangur - Aðgangur er án hæðarmunar. Hreyfiskynjari við útidyr.  
 • Salerni - Aðgengilegt salerni með 2 salernisstoðum.

 

 LAVA Restaurant er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa Lónið.

 Aðkoma -1 P-stæði er fyrir utan. 

 • Inngangur - Slétt inn án þröskuldar.
 • Aðgengi innandyra - Öll borð eru með miðjufæti sem gæti skipt máli fyrir hjólastólanotendur. 
 • Salerni - Eru uppi á 2 hæð og er lyfta. Aðgengilegt salerni er að finna þar 

  

Sjálfskráning þjónustuaðila - gott aðgengi að sögn eigenda

Sjálfskráðar upplýsingar eru upplýsingar á ábyrgð veitingastaðanna/-kaffihúsanna sjálfra. Ekki er hægt að taka ábyrgð á slíkri skráningu, en auðvitað er hún oft í lagi. Við hvetjum ykkur til að hafa ávallt beint samband við viðkomandi veitingastað/-kaffihús áður en haldið er af stað þangað til að fá nákvæmar upplýsingar um aðgengið. 

Við Faxa

Kaffihús/-veitingahús/-bar við fossinn Faxa sem er gjarnan áfangastaður á Gullna Hringnum. Við erum með fínt salerni fyrir hjólastólanotendur. Rampur upp á pallinn verður smíðaður og settur á allra næstu dögum. Það er örlítill þröskuldur í hurðinni en hingað til hefur hann ekki aftrað fólki inngöngu (upplýsingar í júní 2014). Þess má geta að sömu eigendur eru einnig með tjaldsvæði þar á svæðinu. Facebook-síða Við Faxa

 

Athugið að efni hér fyrir ofan er flest fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Til baka