Útivist

Hér má nálgast upplýsingar um aðgengilegar gönguleiðir, útivistarsvæði og veiðistaði víða um land.

Gönguleiðir og útivistarsvæði

Á facebook síðu Þekkingarmiðstöðvarinnar má sjá myndir af aðgengilegum gönguleiðum.

Helstu gönguleiðir á Íslandi

Á kortavef ganga.is er hægt að finna upplýsingar um helstu gönguleiðir á Íslandi.  Hægra megin á síðunni velur maður hvort maður vilji finna stuttar gönguleiðir eða langar og með því að ýta á gönguleiðirnar er hægt að fá leiðarlýsingu og ýmsar upplýsingar, s.s. hversu löng leiðin er, hvernig stígarnir eru o.fl.

Hvernig er gönguleiðin?

Á vefsíðunni gönguleiðir.is er búið að safna saman upplýsingum um ýmsar gönguleiðir um land allt. Á síðunni er hægt að lesa sér til um hverja gönguleið fyrir sig, s.s erfiðleikastig, lengd o.fl. ásamt því að skoða myndir.  

"Að brúka bekki"

"Að brúka bekki" er verkefni með það markmið að fjölga almenningsbekkjum í bæjarfélögum landsins, til þess að auðvelda öllum að stunda hreyfingu. Á heimasíðu Félags íslenskra sjúkraþjálfara er búið að safna saman yfirlitskortum frá ýmsum stöðum þar sem búið er að merkja inn á myndir gönguleiðir og hvar bekki er að finna.

Götukort af Reykjavík

Á Borgarvefsjá er hægt að skoða götukort af Reykjavík. Með því að opna valglugga sem er staðsettur efst í vinstra horninu á kortinu má t.d. haka við bekki og smella á "Uppfæra kort" (skrifað með rauðum stöfum uppi í vinstra horni valgluggans), þá  sjást hvar bekkir eru staðsettir í borginni.

Gönguleiðir í Hafnarfirði

Upplýsingar um göngu/-og hjólaleiðir í Hafnarfirði má finna á vefsíðu Hafnarfjarðar.

Gönguleiðir í Mosfellsbæ

Á vefsíðu Mosfellsbæjar má finna kort með merktum göngu- og hjólreiðastígum.

Gönguleiðir á Akureyri

Á Akureyri hafa stuttar gönguleiðir verið kortlagðar og merkt inná kortin hvar bekkir eru svo þeir sem þurfa hvíld í gönguferðum geti skipulagt gönguferðir sínar.

Sjálfsbjörg á Akureyri í samstarfi við Skógrækt ríkisins hefur gert aðgengilegan skógarstíg við Kristnes í Eyjafirði.

Kriki við Elliðavatn

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu á Krika við Elliðavatn. Kriki er útivistarsvæði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða og þar er líka húsnæði. Skuldlausir Sjálfsbjargarfélagar mega veiða í landi Krika. Þar er hægt að veiða frá bryggju (steinbryggjunni - hin er notuð til að komast í bátana þegar fæst aðstoð til að sigla á vatninu). Kriki er opinn eftir hádegi í júní, júlí og ágúst. Kriki er með  facebook-síðu.

Tjarnarleitisrétt við Skjálftavatn

Útsýnispallur við Tjarnarleitisrétt

- þar er hægt að njóta útsýnis, hafa með sér kaffi og kíki til að skoða fugla, iðka jóga eða hvað annað sem hugurinn býður, í friði og ró og fallegu umhverfi. Pallurinn er með aflíðandi rampi (150 cm breiður). Það er möl við enda rampsins en ekki mjög gróf. Pallurinn stendur við Tjarnarleitisrétt við Skjálftavatn.  Pallurinn er staðsettur nokkra metra norðan við réttina, þar sem gott útsýni er yfir Skjálftavatnið, Sandinn og fjöllin í Öxarfirði, Núpasveit og Tjörnesskaganum vestanverðum. Hægt er að keyra alveg upp að. Slóðinn meðfram réttinni kann að vera leiðinlegur í bleytu.

Aðgengilegir veiðistaðir

Hér höfum við tekið saman nokkra veiðistaði sem hægt er að komast að með eða án aðstoðar. 
Til baka