Aðgengileg þjónusta

Hér eru staðir sem veita ýmsa þjónustu og við höfum fengið upplýsingar um að séu aðgengilegir. Við þiggjum allar ábendingar sem þið hafið um aðgengilega þjónustu. Hægt er að senda okkur upplýsingar í gegnum Hafa samband.

Afþreying

Reykjavík Escape

Borgartún 6 |105 Reykjavík| 546 0100 | Vefsíða Reykjavík Escape

Um er að ræða afþreyingu þar sem hópar fara gjarnan í hópefli en fólk er lokað er inni í rýmum og er þrautin að fylgja vísbendingum og sleppa aftur út. Að sögn starfsmanns er aðstaðan í húsinu sjálfu mjög góð. Anddyrið stórt, rúmgott og aðgengi er gott. Mælir með Prison Break og Taken herbergjunum. 

 

Skemmtigarðurinn - Reykjavík

Gufunesvegur |112 Reykjavík| 587 4000 | Vefsíða Skemmtigarðsins 

Þegar Skemmtigarðurinn var hannaður var haft í huga að allir gætu komið í Skemmtigarðinn og var því haft í huga að hreyfihamlaðir kæmust m.a. í minigolf og að salernisaðstaða væri til staðar.

 

Fákasel - Ölfus

Ingólfshvoll | 816 Ölfus | 483 5050 | Vefsíða Fákasels

 Byggingin er aðgengileg en áhorfendapallarnir eru allir í tröppum. Ef starfsmenn Fákasels vita fyrirfram að einstaklingur í hjólastól verði á sýningunni þá eru gerðar ráðstafanir þannig að sá einstaklingur geti verið fyrir framan áhorfendapallana.

 

 Fótaaðgerðastofur

 

Fótaaðgerðastofa Guðrúnar Alfreðsdóttur

Kirkjusandi 5 |105 Reykjavík| 553 3503 | Vefsíða Fótaaðgerðarstofu Guðrúnar Alfreðs.

Aðgengilegt er að Fótaaðgerðastofu Guðrúnar Alfreðsdóttur en einstaklingurinn þarf að geta fært sig í meðferðastólinn.

 

Fótaaðgerðastofa Helgu

Strikinu 3 Hjúkrunarheimilinu Ísafold 1.hæð | 210 Garðabæ | 535 2275 | helgastein(hjá)internet.is

Gott aðgengi er að Fótaaðgerðastofunni og fá öryrkjar afslátt af meðferð. Einstaklingurinn þarf að geta fært sig í meðferðarstólinn. 

Fótaaðgerðastofa Kolbrúnar

Heilsuborg, Faxafeni 14|108 Reykjavík| 560 1010 |Facebooksíða Fótaaðgerðastofu Kolbrúnar

Fótaaðgerðastofa Kolbrúnar er staðsett í Heilsuborg í Faxafeni. Fyrir utan húsnæðið er P-merkt bílastæði og lyfta upp á 2. hæð. Það er aðgengi að salerni (mögulega er bara einn salernisarmur við salernið) fyrir utan Heilsuborg og er hægt að nálgast lykil að salerninu hjá Heilsuborg.

 

 Fætur og fegurð - snyrti og fótaaðgerðastofa

Lóuhólum 2 - 4 |111 Reykjavík| 557 59 59 | Vefsíða Fóta og fegurðar

Aðgengi að snyrti- og fótaaðgerðastofunni er gott. Viðskiptavinurinn þarf að geta komið sér sjálfur í meðferðarstólinn. Öryrkjar og eldri borgarar fá 15% afslátt af öllum meðferðum.

 

 Heilsa og fegurð

 Turninum Smáratorgi | 200 Kópavogur | 568 8850 | Vefsíða Heilsu og fegurðar

Aðgengilegt er að Heilsu og fegurð, sem staðsett er í Turninum við Smáratorg. Best er að koma um aðalinnganginn (sem er til móts við Smáralindina). Það er þó einnig hægt að leggja í bílakjallaranum og taka lyftu upp á 2. hæð. Öryrkjar sem koma reglulega fá afslátt. 

Fótaaðgerðastofa Esterar

 Sunnuhlìđ hjúkrunarheimili (Þjónustukjarni) 

Kòpavogsbraut 1.c
Pöntunarsìmi 560 4171
Fólk sem notar hjólastóla þarf ađ geta komiđ sér yfir úr hjólastólnum og yfir í stólinn.


Hárgreiðslustofur

Hér eru upplýsingar um hárgreiðslustofur sem eru aðgengilegar fyrir hjólastóla:

Beautybar 

Kringlunni, 3. hæð | 103 Reykjavík | 588 4997

Þar er gott aðgengi en til að fá hárið  þvegið þarf fólk í hjólastól að flytja sig yfir í stól við vaskinn.

 

Eplið

Borgartúni 26 | 105 Reykjavík | 578 8889

Eplið er aðgengilegt fyrir fólk í hjólastólum. Það er hægt að sitja í hjólastólnum þegar klippt er en til að fá hárþvott þarf einstaklingurinn að flytja sig úr hjólastólnum yfir í stól við vaskinn.

Klippistofa Jörgens

Bæjarlind 2, 201 Kópavogi  | 554 1414 

Klippistofa Jörgens er aðgengileg fyrir fólk í hjólastólum en til að fá hárþvott þarf einstaklingurinn að flytja sig úr hjólastólnum yfir í stól við vaskinn.

Krista Quest

Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | 568 9977| Vefsíða Kristu Quest

Krista Quest er aðgengileg fyrir fólk í rafmagnshjólastólum en til að fá hárþvott þarf fólk að færa sig úr hjólastólnum yfir í stól við vaskinn.

Modus

Smáralind, 2. hæð | 201 Kópavogi | 527 2829

Hjá Modus er gott aðgengi fyrir fólk í hjólastólum en til að fá hárþvott þarf einstaklingurinn að flytja sig úr hjólastólnum yfir í stól við vaskinn.

Ónix

Þverholti 5 | 105 Reykjavík | 551 6160 

Hjá Ónix er aðgengilegt fyrir fólk í hjólastólum en til að fá hárþvott þarf einstaklingurinn að flytja sig úr hjólastólnum yfir í stól við vaskinn.

 

Pílus

Þverholti 2 | 270 Mosfellsbæ | 566 6090

Hjá Pílus er aðgengilegt fyrir fólk í hjólastólum og hægt er að vera í hjólastólnum á meðan hárið er klippt.  Til að fá hárþvott þarf einstaklingurinn að flytja sig úr hjólastólnum yfir í stól við vaskinn.

Team hárstudio og Dekurhornið ehf snyrtistofa

Faxafeni 14|108 Reykjavík |568 6161 | Vefsíða Team hárstudio

Team hárstudio er aðgengilegt fyrir fólk í hjólastólum. Það er hægt að sitja í hjólastólnum þegar klippt er en til að fá hárþvott þarf einstaklingurinn að flytja sig úr hjólastólnum yfir í stól við vaskinn.

Dekurhornið er inni í Team hárstudio en þar þarf einstaklingurinn að flytja sig úr hjólastólnum yfir í snyrtistól. 

Team hárstudio og Dekurhornið er staðsett á sömu hæð og Heilsuborg í Faxafeni. Fyrir utan húsnæðið er P-merkt bílastæði og lyfta upp á 2. hæð. Það er aðgengi að salerni (mögulega er bara einn salernisarmur við salernið) fyrir utan Heilsuborg og er hægt að nálgast lykil að salerninu hjá Heilsuborg.

 

Unique

Borgartúni 29 | 105 Reykjavík | 552 6789 | unique(hjá)unique.is | Vefsíða Unique 

Hjá Unique er aðgengilegt fyrir fólk í hjólastólum.  Upplýsingar um aðgengið frá starfsmanni (desember 2016)

 Aðkoma - Það er ekki p stæði fyrir utan. Þröskuldur er við útidyr sem er ekki hár. Hurðin er ekki rafknúin.

  • Aðgengi innandyra -  Hægt er að vera í hjólastólnum á meðan hárið er klippt.  
  • Aðgengilegur vaskur fyrir hjólastólanotendur sem geta setið í sínum hjólastól á meðan hárið er þvegið. 
  • Það er stórt salerni, þar sem hjólastólar komast inn – en ekki handriðið/stuðningur við wc -ið.

 Wink

Smáratorgi 1 | 201 Kópavogi | 544 4949

Wink er aðgengileg fyrir fólk í hjólastólum en til að fá hárþvott þarf einstaklingurinn að flytja sig úr hjólastólnum yfir í stól við vaskinn. Hægt er að leggja í bílakjallaranum og taka lyftuna upp til að hafa sem best aðgengi að stofunni.

 

 

Hestaleigur

Eldhestar

 Völlum, 810 Hveragerði|480 4800|eldhestar(hjá)eldhestar.is| Vefsíða Eldhesta

Boðið er upp á sérstaka gjörð með dýnu. Starfsfólk aðstoðar gesti á bak og af baki ef óskað er eftir aðstoð.

Íshestar

Sörlaskeið 26, 220 Hafnarfjörður|480 4800|info(hjá)ishestar.is

Íshestar bjóða uppá margvísleg námskeið - hafið samband og leitið frekari upplýsinga.

Ljósmyndastofur

Það er aðgengilegt inn á neðangreindar ljósmyndastofur:

Ljósmyndir Rutar

Skipholti 31 | 105 Reykjavík | 568 0150 | rut(hjá)rut.is | Vefsíða Ljósmynda Rutar 

Fyrir utan ljósmyndastofuna er P-stæði og þar lækkar stéttin, stór og góð hurð er inn á ljósmyndastofuna.

Ljósmyndastofan Nærmynd

Laugavegi 178  | 105 Reykjavík | 568 9220 | Vefsíða Nærmyndar

Ljósmyndastofa Erlings

Eiðistorgi 15  | 170 Seltjarnarnesi | 552 0624 | erling(hjá)erling.is | Vefsíða Ljósmyndastofu Erlings

Nuddstofur

Blue Lagoon spa

Í Hreyfingu Glæsibæ  | 104 Reykjavík | 414 4000  | bluelagoonspa(hjá)bluelagoonspa.is| Vefsíða Blue Lagoon spa

Aðgengi er gott að Blue Lagoon spa. Þar eru rafknúnir bekkir þannig að auðvelt er að hafa nuddbekkinn í þeirri hæð sem hentar viðkomandi til að færa sig yfir á hann.

Snyrtistofan Gyðjan

Skipholti 50d  | 105 Reykjavík | 553 5044 | gydjan(hja)gydjan.is | Vefsíða Gyðjunnar

Aðgengilegt er fyrir hjólastólanotendur og best er að láta vita um leið og tími er pantaður að viðkomandi noti hjólastól því þá er hægt að vera í stærra herbergi. Nuddbekkirnir eru rafknúnir og því auðvelt að hafa bekkinn í þeirri hæð sem hentar viðkomandi til að færa sig yfir á hann.

Heilsuhvoll

Álfheimum 74, 2. hæð, Glæsibæ  | 104 Reykjavík | 511 1000 | heilsuhvoll(hjá)heilsuhvoll.is | Vefsíða Heilsuhvols

Aðgengi að Heilsuhvoli er gott. Lyfta er upp á aðra hæð þar sem Heilsuhvoll er staðsettur í Glæsibæ. Nuddbekkirnir eru rafknúnir og því auðvelt að hafa bekkinn í þeirri hæð sem hentar viðkomandi til að færa sig yfir á hann.

Laugar Spa

Sundlaugarvegi 30a | 105 Reykjavík | 533 1177 | laugarspa(hjá)laugarspa.is | Vefsíða Lauga Spa

Aðgengi er gott fyrir hjólastólanotendur. Notast er við rafknúna nuddbekki þannig að auðvelt er að hafa bekkinn í þeirri hæð sem viðkomandi þarf til að færa sig yfir á hann.

Sundlaugar

Upplýsingar um aðgengi í sundlaugar er að finna undir Tómstundir.

Tannlæknar

Ef þig vantar að sjá hvaða tannlæknir er nálægt þér og hefur aðgengilega tannlæknastofu þá er best að fara inn á vefsíðu Tannlæknafélagsins

  • Þú smellir á flipann þar sem stendur Tannlæknar. Þá birtist listi yfir alla tannlækna sem eru í Tannlæknafélagi Íslands.
  • Vinstra megin á síðunni getur þú valið það landsvæði sem þú tilheyrir og svo póstnúmer og þá birtast allir tannlæknar sem eru á því svæði. 
  • Ef þú smellir á nafn einhvers tannlæknis þá koma upplýsingar um staðsetningu hans, símanúmer, netfang og hvort það sé hjólastólaaðgengi eða ekki.

Á þennan hátt er einnig hægt að leita  eftir tannlæknum sem eru sérfræðingar og sjá hvort þeir hafi aðgengilega stofu eða ekki.

Hjá Félagi um munnheilsu fólks með sérþarfir er hægt að fá upplýsingar um tannlækna sem eru vanir að sinna einstaklingum sem hafa einhverjar sérþarfir.

 

Til baka