Vefsíður tengdar ferðalögum innanlands

Ferðaskrifstofur

Eftirfarandi ferðaskrifstofur gera sérstaklega ráð fyrir fötluðum ferðamönnum

All Iceland tours

All Iceland tours býður upp á ferðir sem eru aðgengilegar einstaklingum sem nota hjólastóla. Nánari upplýsingar um ferðir All Iceland tours má finna á heimasíðu þeirra.

Into the glacier

Into the glacier býður upp á ferðir á Langjökul og er lyfta í bílinn þannig að einstaklingar sem nota hjólastóla komast auðveldlega upp í bílinn. Upplýsingar um ferðir Ice má finna á vefsíðu þeirra.

Iceland unlimited

Iceland unlimited skipuleggur ferðir fyrir hreyfihamlað fólk, þar sem hugað er að aðgengi t.d. á þeim stöðum sem fólk vill fara á. Hægt er að ferðast um landið, njóta náttúrunnar og sinna ákveðnum áhugamálum eins og að veiða, fara á snjósleða, á fjórhjól, fara í jeppaferðir, sjá norðurljósin o.s.frv. Nánar á vefsíðu Iceland unlimited

Stofnanir sem sinna ferðamálum

Ferðamálastofa

Ferðamálastofa sér um útgáfu leyfa í ferðamannaiðnaðinum, skráningu á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. Hún sér þannig um framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræmingu umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundna þróun og alþjóðlegt samstarf. Nánar á vefsíðu Ferðamálastofu

Ferðamálastofa gaf út leiðbeiningar um gott aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk í maí 2007. Þó svo að byggingarreglugerð hafi breyst síðan, er margt hægt að nota í þessum bæklingi.

Höfuðborgarstofa

Höfuðborgarstofa starfar á vegum menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Á heimasíðu Höfuðborgarstofu finna ferðamenn upplýsingar fyrir ferðalanga í Reykjavík, innlenda sem erlenda. Nánar á vefsíðu Höfuðborgarstofu

Íslandsstofa

Íslandsstofa stendur fyrir almennu kynningarstarfi sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er. Íslandsstofa stendur einnig fyrir fræðslu og stuðningi við samtök, fyrirtæki og einstaklinga sem miðar að því að efla færni þeirra og árangur í alþjóðaviðskiptum. Nánar á vefsíðu Íslandsstofu

Til baka