Aðgengilegir ferðamannastaðir

Þekkingarmiðstöðin tekur fagnandi öllum ábendingum um aðstöðu og aðgengilega þjónustu á fleiri ferðamannastöðum. Hægt er að senda okkur upplýsingar í gegnum Hafa samband

Vinsælir ferðamannastaðir

Bláa lónið

Búningsklefar eru sérhannaðir fyrir hjólastólanotendur en einnig er hægt að fá sérklefa ef fólk er með aðstoðarmann með sér. Aðgangur fyrir aðstoðarfólk er án endurgjalds. Lyfta er ofan í lónið og hægt er að fá lánaðan hjólastól sem hægt er að nota ofan í lóninu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Bláa lónsins (upplýsingar fengnar í nóvember 2015).

Jarðböðin við Mývatn

Jarðböðin við Mývatn eru með skábraut frá bílastæði en hún er nokkuð brött að sögn starfsmanns þar. Einnig er hægt að komast í hjólastól niður í lónið, þ.e. það þarf ekki að fara tröppur. Sturtustóll er á svæðinu. Við mælum með að þeir sem ætla að ferðast þangað hafi samband fyrst til að fá nánari upplýsingar um aðstöðuna og aðgengi. Jarðböðin eru með heimasíðu en þar er hægt að sjá myndir og upplýsingar líka á ensku.

Hvalaskoðunarferðir

Special tours

Special tours fer frá Reykjavík með bátnum Andreu. Aðgengið er að sögn starfsmanns ekki mjög gott en þeir geta aðstoðað og borið hjólastólanotendur ef þess er óskað (upplýsingar fengnar í október 2015).

Láki Tours

Að sögn starfsmanns Láki Tours er gerlegt á veturna (fram í miðjan apríl) að fara í hjólastól, þegar þau fara frá Grundarfirði. En á sumrin er farið frá Ólafsvík og þá er aðgengið að bátnum slæmt (upplýsingar fengnar í október 2015).

Norðursigling

Að sögn starfsmanns Norðursiglingar eru næstum því öll skip hjá þeim aðgengileg en það er best á Garðari og Náttfara. Panta þarf tímanlega og hringja svo rétt áður og biðja um að fara á eitt af stærstu skipunum (þau eru aðgengilegust). Lagt er af stað frá Húsavík (upplýsingar fengnar í október 2015).


Gott aðgengi/Access Iceland

Fyrirtækið Gott aðgengi gerir faglega úttekt á hvernig aðgengi er á ýmsum stöðum. Í leitarvél þeirra, undir Náttúruperlur og útsýnisstaðir, má finna ferðamannastaði sem fyrirtækið hefur tekið út með tilliti til aðgengis fólks í hjólastólum, blindra, sjónskertra, fólks með astma/ofnæmis og fólks með skerðingu í höndum eða fótum. Þar eru upplýsingar um hvernig aðgengi er á staðnum (hvort sem það sé gott eða slæmt).

Eftirfarandi ferðamannastaðir hafa verið teknir út af fyrirtækinu Aðgengi og má sjá umfjöllunina á vefsíðunni gottadgengi.is :  Ásbyrgi , Byggðasafnið á Garðskaga , Garðskagaviti og Haukadalsskógur (upplýsingar fengnar í nóvember 2015). 


Ábendingar

Við viljum við benda ferðalöngum á  ritgerðir sem fjalla um aðgengi að ferðamannastöðum undir  Fræðsla.

Vatnaökulsþjóðgarður - aðgengi hreyfihamlaðra er gert skil í umfjöllun bæði texta og myndum sem er hægt er að kynna sér.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Til baka