Ameríka

Við biðjum ferðalanga að senda okkur línu um reynslu sína í ferðalögum erlendis. Veist þú hvar gott er að fá bílaleigubíl sem hentar hreyfihömluðum, aðgengilegt hótel eða skoðunarferðir sem henta fólki sem getur ekki gengið lengi í einu?

Bandaríkin

Vefsíðan Brettapproved.com er með upplýsingar um aðgengilega veitingastaði, gistingu og menningarviðburði í Bandaríkjunum, upplýsingarnar byggja á reynslu notenda.

Gisting 

Reynsla ferðalanga

New York

Á DoubleTree by Hilton Hotel Metropolitan eru mörg aðgengileg herbergi, bæði með sturtu eða baði. Dyrabjalla fyrir heyrnarlausa er í öllum aðgengilegu herbergjunum. Salernin eru með örmum en þó er lágmarks rými inn á baðherbergjunum. Á hótelinu sjálfu er bjalla í lyftunni sem hringir á hverri hæð og blindraletur á herbergisnúmerum. Starfsfólkið var einnig afar hjálplegt (upplýsingar frá notanda fengnar í maí 2013).
Nánar um aðgengið á DoubleTree by Hilton Hotel Metropolitan má finna á vefsíðu þeirra.


Bílaleigur

Bandaríkin

  • Í mörgum borgum Bandaríkjanna leigir fyrirtækið Wheelchair Getaways út bíla sem henta hreyfihömluðu fólki.
  • Í flestum fylkjum Bandaríkjanna er hægt að leigja aðgengilega bíla hjá Wheelers.
  • Fyrirtækið Mobility Works er starfandi í 12 fylkjum og hefur bílaleigubíla sem eru aðgengilegir fyrir fólk í hjólastólum.
  • Hjá Accessible Vans of America (AVA) eru bílaleigubílar sem hafa rampa og sumar stöðvar hafa bíla með akstursbúnaði fyrir hreyfihamlaða.


Til baka