Ferðalög og samgöngur

Að gefnu tilefni bendum við fólki á að kynna sér vel reglur aðila sem sjá um farþegaflutninga. Sumstaðar er góð þjónusta við fatlað fólk en á öðrum stöðum getur fötluðu fólki verið vísað frá. Mikill munur getur verið milli landa og á milli þjónustuaðila.
Oft getur reynst mikilvægt að hafa meðferðis læknabréf þar sem greint er frá fötlun einstaklings.

Á korti Wheelmap (sem er tengt svokölluðu "Open Street Map"- korti) hafa einstaklingar merkt inn aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól. Það getur verið fróðlegt að skoða þessa síðu og að skrá aðgengi sem þið þekkið til, hvort sem það er gott eða slæmt.
Tengill á vefsíðu Wheelmap .


Til baka