Aðgengi og mannvirki

Hér getur þú meðal annars fengið upplýsingar um byggingarreglugerð sem tók gildi í janúar 2012 og hefur verið breytt síðar. Mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar við byggingarreglugerð 112/2012 og sjást þær breytingar sem hafa verið gerða á reglugerðinni.  Í leiðbeiningunum má t.d. finna hagnýtar upplýsingar um bílastæði hreyfihamlaðra s.s. stærð og fjölda sem hlutfall af almennum bílastæðum.  Annað dæmi eru upplýsingar um snyrtingu sem hönnuð er á grundvelli algildrar hönnunar, þar má sjá í hvaða hæð tæki og fylgihlutir á snyrtingum eiga að vera.  Leiðbeiningablöðin eru rúmlega 40 talsins og gefa hagnýtar upplýsingar um mismunandi svæði mannvirkja út frá algildri hönnun.

Einnig eru á þessari síðu tekin fyrir nokkur svæði innandyra og helstu atriði í leiðbeiningarblöðunum tengd þeim og upplýsingar um hvar hægt er að kaupa hjálpartæki sem eiga við hvert svæði. Ef þú vilt fá upplýsingar um P-merki og bílastæði fyrir hreyfihamlaða má finna það í málaflokknum Utandyra hér til hliðar.


Til baka