Afslættir

Afslættir og ódýr þjónusta fyrir öryrkja.


Á þessari síðu söfnum við saman upplýsingum um afslætti fyrir öryrkja. Ef þú veist um fleiri afslætti sem ekki er að finna hér á síðunni, endilega  láttu okkur þá vita.

Afslættir fyrir barnafjölskyldur

Italiano Pizzeria

Barnamáltíð fylgir frítt með þegar fullorðinn kaupir mat og drykk, gildir aðeins á sunnudögum (upplýsingar fengnar í október 2015).

Grand Hótel

Börn undir 6 ára fá frían brunch, 6 -12 ára fá 50% afslátt, gildir aðeins á sunnudögum (upplýsingar fengnar í október 2015).

Lifandi Markaður

Börn undir 10 ára aldri borða frítt (upplýsingar fengnar í október 2015).

Pizza Hut

Börn yngri en 4 ára fá frítt á pizzahlaðborð, börn 4 -12 ára borga minna en fullorðnir (upplýsingar fengnar í október 2015). 

Satt Restaurant

Börn undir 6 ára fá frítt á brunch hlaðborð en börn 6 -15 ára fá 50% afslátt, gildir laugardaga og sunnudaga (upplýsingar fengnar í október 2015).

Skrúður

Börn undir 12 ára fá frítt á hlaðborð en börn 12 - 16 ára fá 50% afslátt, gildir fyrir allt að tvö börn í fylgd með fullorðnum (upplýsingar fengnar í október 2015).

Slippbarinn

Börn undir 6 ára fá frítt á brunch hlaðborð en börn 6 -15 ára fá 50% afslátt, gildir laugardaga og sunnudaga (upplýsingar fengnar í október 2015).

Studio 29 - 4th Floor Hotel

Börn undir 6 ára borða frítt á hádegisverðarhlaðborði (upplýsingar fengnar í október 2015).

T.G.I. Friday's

Á fimmtudögum er hægt að fá tvær fríar barnamáltíðir fyrir börn undir 12 ára (upplýsingar fengnar í október 2015).

Vox

Börn undir 6 ára fá frían brunch um helgar en börn 6 -12 ára fá 50% afslátt (upplýsingar fengnar í október 2015). 

Bifreiðamál

  Afslætti tengda bifreiðum  má finna undir Bifreiðamál.

Bókasöfn

Öryrkjar fá frí bókasafnskort í Bókasafni Hafnarfjarðar, Bókasafni Kópavogs (2 útibú), Bókasafni Garðabæjar (2 útibú) og Borgarbókasafni í Reykjavík (6 útibú).

Efnalaugar

Svanhvít efnalaug

Öryrkjar fá 10% afslátt. Það eru útibú á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Fótaaðgerðastofur 

Fætur og fegurð - snyrti og fótaaðgerðastofa

Öryrkjar og eldri borgarar fá 15% afslátt af öllum meðferðum

Fótaaðgerðastofa Helgu

Öryrkjar fá afslátt af meðferðum.


Fótaaðgerðastofa Kolbrúnar

Þar er veittur afsláttur fyrir öryrkja og eldri borgara

Heilsa og fegurð

Örorkulífeyrisþegar sem koma reglulega í meðferð fá afslátt

Aðgengilegar fótaaðgerðastofur má finna undir Aðgengi - þjónusta

Garðaþjónusta

Garðaþjónusta Íslands

Þeir veita afslátt til öryrkja og eldri borgara og taka að sér ýmis verk tengd garðinum. Þeir gera fast verðtilboð og verkáætlun frítt. Hægt er að hafa samband við Róbert í síma 866-9767. 

Garðar best

Þeir veita öryrkjum og eldri borgurum afslátt og taka að sér ýmis verkefni tengd garðinum. Það kostar ekkert að fá þá í heimsókn og þeir gera tilboð í verk án bindingar og kostnaðar. Síminn er 565 1400 og netfangið er gardarbest(hja)gardarbest.is

Garðálfarnir

Garðálfarnir er alhliða garðaþjónustufyrirtæki sem býður meðal annars upp á garðslátt, beðumhirðu og hellulögn. Garðálfarnir veita Sjálfsbjargarfélögum afslátt af sinni þjónustu. Garðálfarnir eru með símanúmerin 557-4444 og 892-9999. Netfang þeirra er gardalfarnir(hjá)gardalfarnir.is  

Gæludýr

Hundasnyrtistofa Gæludýr.is

Öryrkjar og eldri borgarar 15% afslátt á snyrtingu og rakstri, gegn framvísun skírteinis.

Göngugreining

Flexor

Veitir öryrkjum 5% afslátt af göngugreiningu en 15% fyrir þá sem skrá sig í Flexor klúbbinn.

Stoðtækni

Veitir öryrkjum 10% afslátt af göngugreiningu en verðið lækkar enn frekar ef innlegg eru keypt hjá þeim eftir greiningu.

Hárgreiðslustofur

Lína Lokkafína

Öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá 7% staðgreiðsluafslátt. Er í Hafnarfirði.

Húsnæðismál

Afsláttur af fasteignagjöldum 

Öryrkjar eiga oft rétt á afslætti af fasteignagjöldum, hvert sveitarfélag fyrir sig semur reglur varðandi þann afslátt sem veittur er og hægt er að nálgast upplýsingar um reglurnar á vefsíðum sveitarfélaganna. Upplýsingar Þekkingarmiðstöðvarinnar um sveitarfélögin.

Kvikmyndahús

Einstaklingar í hjólastól fá ókeypis í bíó á allar myndir.
Öryrkjar fá afslátt í bíó ef þeir sýna örorkuskírteini (Gildir ekki á íslenskar myndir).

Leigubílar

City- Taxi S. 422 - 22 22 Sérhæfa sig í þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara og veita þeim 20% afslátt. (Upplýsingar frá 3.6.2016)

Leikhús

Borgarleikhúsið  

Öryrkjar fá 700 kr. afslátt af almennu miðaverði (gildir ekki á barnasýningar, september 2014).

Menningarfélag Akureyrar (áður Leikfélag Akureyrar)

Það er 800 króna afsláttur fyrir öryrkja og eldri borgara á allri framleiðslu MAK (upplýsingar fengnar í desember 2015).

Þjóðleikhúsið

Einstaklingar í hjólastól fá ókeypis í stæði í sölum leikhússins. Öryrkjar fá 900 kr. afslátt af almennu miðaverði í Þjóðleikhúsinu. Gildir líka á barnasýningar (september 2014).

Líkamsrækt

Hress

Líkamsræktarstöðin Hress veitir öryrkjum 25% afslátt af öllum kortum. Eldri borgarar fá kortin á öðrum kjörum, svokölluð 67+kort.

Reykjalundur

Á Reykjalundi er í boði heilsurækt sem er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem eiga erfitt með að nýta sér almennar líkamsræktarstöðvar en er þó opin öllum. Hægt er að fara í vatnsleikfimi, tækjasal og sundlaug. Ef keypt er mánaðarkort í vatnsleikfimi fær maður einnig aðgang að tækjasal og sundlaug. Almennt verð er 10.100 kr. á mánuði en öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá mánuðinn á 7800 kr (mars 2015).

Sporthúsið

Veitir öryrkjum 15% afslátt af kortum gegn framvísun örorkuskírteinis.

World Class

Öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá 20% afslátt af kortum hjá gegn framvísun skírteinis.

Lögfræðiþjónusta

Laga

Lögfræðistofan Laga veitir öryrkjum 20% afslátt. Sú lögfræðiþjónusta sem Laga sér um er öll skjalagerð, stjórnsýslumál og skattamál. Svo dæmi sé tekið sér Laga um alla þjónustu hvað varðar samskipti við Tryggingastofnun.


Menntastofnanir

Dale Carnegie

15% afsláttur fyrir öryrkja (Upplýsingar fengnar í mars 2015).

Endurmenntun Háskóla Íslands

Öryrkjum og eldri borgurum er veittur 10% afsláttur af námskeiðum í flokkunum Menning og Persónuleg hæfni (Upplýsingar af heimasíðu þeirra í mars 2015).

Háskóli Íslands

Öryrkjar greiða lægra skráningargjald.  Fara þarf í Þjónustuver á 2. hæð á Háskólatorgi með örorkuskírteini og greiða þar. 

Háskólinn á Akureyri

Öryrkjar fá 50% afslátt af skráningargjöldum (upplýsingar fengnar í september 2014).

Mímir - símenntun

Veittur er 10% afsláttur af tungumálanámskeiðum gegn framvísun örorkuskírteinis (Upplýsingar fengnar í desember 2015).

Myndlistaskólinn í Reykjavík

Myndlistaskólinn í Reykjavík veitir öryrkjum og eldri borgurum 5% afslátt af námskeiðum (skv. heimasíðu þeirra í desember 2015).

Síma- og tæknifyrirtæki

Vodafone

Örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt af gjaldi á heimasíma og er það óháð því hvaða þjónustuleið er valin.

Tæknisveitin

Kemur heim til þín, veitir ráðgjöf, setur tækin upp, gerir við, leggur lagnir, tengir tækin saman við önnur og fær allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Tæknisveitin veitir öryrkjum og eldri borgurum 10% afslátt.

Reiknivél Póst-og fjarskiptastofnunar (PFS) er ætlað að aðstoða neytendur við að gera sér grein fyrir hvaða þjónustuleiðir henta þeim miðað við ákveðna notkun fyrir síma og netþjónustu. Tilgangur reiknivélarinnar er m.a. að auka gegnsæi og skilja á milli mismunandi þjónustuþátta. Því er ekki tekið tillit til pakkatilboða og vinaafsláttar.

Sólbaðsstofur

Stjörnusól
Öryrkjum er veittur 10% afsláttur.

Strætisvagnar

Á Akureyri er frítt í Strætó og hefur verið frá árinu 2007.

Í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu greiða öryrkjar lægra verð við kaup á afsláttarmiðum í strætó gegn framvísun örorkuskírteinis. Frá 67 - 70 ára geta öryrkjar keypt afsláttarmiða út á gamla örorkuskírteinið. Við 70 ára aldur fá allir afslátt í strætó. Fyrir öryrkja kostar 20 miða kort 2400 kr. og hver ferð kostar því einungis 120 kr, en 9 miða kort fyrir almenning er á 3500 kr. Öryrkjar fá einnig afslátt af miðaverði ef þeir ferðast út á land með strætó.
Upplýsingar fengnar í verðskrá Strætó bs (desember 2015)

Fargjald í strætisvagna Ísafjarðarbæjar er 210 krónur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Seld eru afsláttarkort um borð í strætisvögnunum og á skrifstofu Ísafjarðarbæjar. Þau kosta með afslætti 3950 krónur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega (eða 158 kr. fyrir hverja ferð greidda með miða) (upplýsingar fengnar í desember 2015 á vefsíðu Ísafjarðarbæjar).

Í Reykjanesbæ og nágrenni er frítt í Strætó.


Sund

Yfirlitssíða er um allar sundlaugar landsins er að finna á sundlaug.is.

Frítt  í sund

Eftirtaldar sundlaguar hafa frítt fyrir fatlað fólk:

Höfuðborgarsvæðið

 Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug, Sundlaug Seltjarnarness (einnig frítt fyrir fylgdarmann gegn framvísun örorkukorts), Sundhöll Hafnarfjarðar

Vesturland

Jaðarsbakkalaug á Akranesi, Ólafsvík, Stykkishólmi,

Vestfirðir

Sundlaugina á Tálknafirði (einnig frítt fyrir fylgdarmann gegn framvísun örorkukorts).

Norðurland Vestra

Skagaströnd,

Norðurland Eystra

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði og Sundlaug Húsavíkur,

Suðurland

Sundhöll Selfoss,  Sundlaugina á Stokkseyri, Sundlaugina í Sandgerði,

Suðvesturhornið

Grindavík, Vogum,     

Afsláttur í sund

Afsláttur er veittur fyrir öryrkja í sund á eftirtöldum stöðum:

 • Blönduósi
  Afsláttur er fyrir öryrkja í sundlaugina Blönduósi, sjá nánari upplýsingar um verð á vefsíðu íþróttamiðstöðvarinnar Blönduósi (desember 2015).
 • Bolungarvík
  Öryrkjar fá árskort í sund á 2600 kr. (mars 2015). Sjá nánar á heimasíðu Bolungarvíkur.
 • Borgarbyggð
  Öryrkjar fá afslátt í sundlaugar Borgarbyggðar (Borgarnes, Kleppjárnsreykir og Varmaland), sjá nánari upplýsingar um verð og opnunartíma hér á heimasíðu Borgarbyggðar (desember 2015).
 • Hólmavík
  Sveitarfélagið Strandabyggð býður öllum íbúum í sveitarfélaginu 17 ára og yngri og örorku- og ellilífeyrisþegum í Strandabyggð frítt í sund árið 2015. 
 • Hvammstanga
  Örorkulífeyrisþegar fá afslátt í sund, sjá nánari upplýsingar um verð hér á heimasíðu Húnaþings (desember 2015).
 • Kirkjubæjarklaustri
  Öryrkjar fá 50% afslátt í sundlaugina Kirkjubæjarklaustri (mars 2015).
 • Patreksfirði
  Öryrkjar og eldri borgarar fá afslátt í sundlaug Patreksfjarðar. Það kostar 350 kr. í stað 650 kr. fyrir aðra (mars 2015).
 • Reykjavík

  Sundkort fatlaðra er gefið út af Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, fyrir ÍTR og gildir í sundlaugar í Reykjavík. Sjá nánar hér fyrir neðan.

 • Sundhöll Ísafjarðar, Flateyrarlaug, Þingeyrarlaug og Suðureyrarlaug
  Sama verð er í þessar sundlaugar, nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ísafjarðarbæjar

Veiðistaðir

Vatnskot við Þingvallarvatn |Þingvallarsveit í  Bláskógarbyggð | Landverðir þjóðgarsins veita upplýsingar

Aðstaðan í fyrir hreyfihamlað fólk og hjólastólanotendur í  Vatnskoti við Þingvallavatn er nokkuð góð og liggur þar greiðfær bryggja út að fínustu kastöðum fyrir hreyfihamlað fólk og hjólastólanotendur. Þó eru ekki aðrir staðir við strandlengjuna hentugir fyrir hreyfihamlaða að sögn landvarðar (Torfi Stefán Jónsson landvörður og verkefnastjóri: maí 2016).

Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Elli og örorkulífeyrisþegar fá veiðileyfi fyrir sumarið endurgjaldslaust í þjónustumiðstöð. Sjá nánar á vefsíðu Þingvalla

Veiðkortið 2016

Hreyfihamlaðir/öryrkjar fá 1400 kr. afslátt af veiðikortinu, greiða kr. 5.500 en hefðbundið verð er kr. 6900.


Veitingastaðir

Hamborgarabúllan

veitir öryrkjum 15% afslátt.

Hamborgarafabrikkan

veitir öryrkjum 10% afslátt af mat, gildir ekki af drykkjum eða með öðrum tilboðum.

Roadhouse

veitir öryrkjum 10% afslátt gegn framvísun örorkuskírteinis, afslátturinn gildir ekki með öðrum tilboðum.

Saffran

veitir öryrkjum og eldri borgurum 10% afslátt.

Surf and turf

veitir 15% afslátt fyrir öryrkja.

Verslanir

A4

Veitir öryrkjum 10% afslátt gegn framvísun örorkuskírteinis (ágúst 2012).

Apótek

Mörg apótek veita öryrkjum afslátt og er um að gera að spyrja um slíkan afslátt.

Eirberg

Eirberg veitir öryrkjum 5% afslátt (september 2015).

Bakarí

Mörg bakarí bjóða öryrkjum afslátt. Um að gera að spyrja.

Blómagallerí

Blómagallerí, Hagamel 107 Reykjavík, gefur öryrkjum 10% afslátt (nóvember 2014).

Byggt og Búið

Byggt og búið veitir öryrkjum afslátt.

Cintamani

Cintamani veitir öryrkjum og eldri borgurum 10% afslátt (desember 2015).

Debenhams

Debenhams veitir öryrkjum og eldri borgurum 5% afslátt við framvísun örorkukorts (desember 2015).

Dressmann

Öryrkjar og eldri borgarar fá 10% afslátt (desember 2015)

Next

Next veitir öryrkjum 15% afslátt gegn framvísun skírteinis. Í Next er stór mátunarklefi fyrir hjólastóla þar sem er auðvelt að athafna sig. Skilaréttur á vörum er 30 dagar, og  er endurgreitt gegn framvísun kvittunar. Það þýðir að hægt að kaupa föt og fara heim og máta þau í rólegheitum og skila svo því sem ekki hentar innan 30 daga. Aðgengi inn í búðina er gott, þ.e. fyrsta verslun þegar farið er inn um innganginn á efra bílaplani. Lyfta er á milli hæða, þannig að auðvelt er að komast í upp í  barna- og herradeild (ágúst 2014).

Optical Studio

Optical Studio býður öryrkjum 15% afslátt í búðinni en ef gleraugun eru send í Fríhöfnina í Leifsstöð er afslátturinn fyrir alla 20-25% (ágúst 2014). Verslanir Optical Studio eru á þremur stöðum, í Smáralind, Hafnargötu Keflavík og í Leifsstöð.

Gleraugnaverslunin Glæsibæ

Gleraugnaverslunin Glæsibæ veitir öryrkjum og meðlimum í Félagi eldri borgara 35% afslátt af gleraugum.

Rekstrarvörur

Öryrkjar fá 8% afslátt af völdum vörum. Það þarf að spyrjast fyrir um afsláttinn þegar verslað er.

Sjón

Sjón á Laugavegi veitir öryrkjum og meðlimum í Félagi eldri borgara 35% afslátt af gleraugum.

Sundkort fatlaðra

Sundkort fatlaðra er gefið út af Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, fyrir ÍTR.  Kortin eru afgreidd gegn framvísun örorkuskírteinis (græna kortið) eða ef sýnt er staðfestingarblað frá TR um að einstaklingurinn fái umönnunargreiðslur eða sé á endurhæfingalífeyri. Sundkortin gilda almannaksárið og eru afgeidd þar til einstaklingurinn er orðinn 70 ára að aldri. Gegn framvísun kortsins er frítt í sund í Reykjavík og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Sundlaugar í Kópavogi veita einnig frítt í sund sé kortinu framvísað þar.

Verð:  1.500 kr. fyrir einstakling
Verð:  2.500 kr. fyrir einstakling og hjálparmann (janúar 2016)
Engin aldurstakmörk eru á korti sem gildir einnig fyrir hjálparmann. Kortið gildir almanaksárið þ.e.a.s. frá 1. janúar til 31. desember.

Þegar öryrki verður 67 ára er hægt að fara með örorkukortið (græna kortið) til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, og þau útbúa sundkort sem gildir til 70 ára, við 70 ára aldur fær fólk í Reykjavík frítt í sund.

Fjölskyldu/-og Húsdýragarðurinn

Frítt er fyrir barn með sundkort fatlaðra (sjá hér að ofan undir og fylgdarmann, en það þarf að sýna kortið og kortið þarf að vera í gildi. Þetta gildir fyrir alla landsmenn óháð búsetu (upplýsingar fengnar í maí 2015). Einnig er frítt fyrir örorku-og ellilífeyrisþega (skv. gjaldskrá í desember 2015).

Sundlaugar í Hafnarfirði

Fyrir fatlaða einstaklinga er frítt í sundlaugar í Hafnarfirði (Sundhöllina, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug) og aðstoðarmenn þeirra. Einnig er frítt fyrir þá sem sýna staðfestingu á umönnunarmati (upplýsingar fengnar í júní 2015). Þeir öryrkjar sem vilja nýta sér að frítt er í sundlaugarnar þurfa að sýna fram á einhverja staðfestingu að þeir hafi örorku.

Bláfjöll og Skálafell

Börn á leikskólaaldri, eldri borgarar og öryrkjar fá frítt á Skíðasvæðin en þurfa þó að hafa "Hart kort" eins og aðrir. Hart kort kostar 1000 kr. og er hægt  að fylla á aftur og aftur. Mikil þægindi eru í notkun harða kortsins, þú hefur kortið í vasanum vinstra megin og þarft ekki að taka það upp þegar þú ferð í gegnum hliðin. Sjá heimasíðu Skíðasvæðanna (upplýsingar á heimasíðu í desember 2015).


Umönnunarkort

Útgáfa á umönnunarkortum var hætt í september 2014,  sjá frétt frá TR þar sem heilsugæslustöðvar og apótek hafa fengið rafrænan aðgang að tilteknum upplýsingum í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands og því ekki lengur þörf á kortunum. Hægt er að óska eftir staðfestingu á umönnunarmati með því að senda póst á tr@tr.is
Umönnunarkort er einnig hægt að sækja undir "rafræn skjöl" á Mínum síðum hjá Tryggingastofnun (mars 2016).


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Til baka